Hagnaðurinn aðeins innan við eitt prósent af veltu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2014 07:00 Einar Sigurðsson segir að möguleikar til að stýra kostnaði séu takmarkaðir. Mynd/bernhard Mjólkursamsalan ehf. er í eigu tveggja fyrirtækja. Annars vegar er það Auðhumla svf. sem er í eigu um sjö hundruð mjólkurframleiðenda víðsvegar á landinu. Framkvæmdastjóri Auðhumlu er Einar Sigurðsson, sem einnig er forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Egill Sigurðsson er einnig stjórnarformaður í báðum fyrirtækjum. Hinn eigandi Mjólkursamsölunnar er Kaupfélag Skagfirðinga sem er í eigu hátt í 1.200 félagsmanna í Skagafirði. Auðhumla á um níutíu prósent í Mjólkursamsölunni en Kaupfélag Skagfirðinga tíu prósent og eru tvö fyrrgreind félög einnig stærstu viðskiptavinir Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 námu rekstrartekjur Mjólkursamsölunnar 21,94 milljörðum íslenskra króna, en þar áður námu tekjurnar 20,64 milljörðum. Hagnaður félagsins eftir skatta var tæplega 167 milljónir íslenskra króna, en þar áður nam hagnaðurinn 290 milljónum. Það vekur athygli hversu lítill hagnaðurinn er sem hlutfall af tekjum. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að þessi takmarkaði hagnaður skýrist af því að það séu verðákvarðanir verðlagsnefndar búvöru sem stýri bæði verði til smásölunnar og því verði sem bændur fá fyrir mjólkina. Mjólkursamsalan hafi því einungis tök á að lækka kostnað í kaupum á umbúðum, íblöndunarefnum og innri rekstrarkostnaði. „Öllu hinu er stýrt utan frá,“ segir hann. Efnahagur fyrirtækisins er aftur á móti sterkur. Eignir þess nema 8,95 milljörðum íslenskra króna og eigið fé 3,78 milljörðum. Eiginfjárhlutfall er því um 42 prósent. Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra neytendamála, telur rétt að breyta lögum ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur fyrir dómstólum. Stríðir gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, segir ráðherrann. 26. september 2014 07:00 Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Helgi Hjörvar ætlar að endurflytja þingsályktunartillögu sína að afturkalla undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. 25. september 2014 19:45 Ætlar ekki að biðja neytendur afsökunar strax "Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS. 25. september 2014 18:03 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mjólkursamsalan ehf. er í eigu tveggja fyrirtækja. Annars vegar er það Auðhumla svf. sem er í eigu um sjö hundruð mjólkurframleiðenda víðsvegar á landinu. Framkvæmdastjóri Auðhumlu er Einar Sigurðsson, sem einnig er forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Egill Sigurðsson er einnig stjórnarformaður í báðum fyrirtækjum. Hinn eigandi Mjólkursamsölunnar er Kaupfélag Skagfirðinga sem er í eigu hátt í 1.200 félagsmanna í Skagafirði. Auðhumla á um níutíu prósent í Mjólkursamsölunni en Kaupfélag Skagfirðinga tíu prósent og eru tvö fyrrgreind félög einnig stærstu viðskiptavinir Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 námu rekstrartekjur Mjólkursamsölunnar 21,94 milljörðum íslenskra króna, en þar áður námu tekjurnar 20,64 milljörðum. Hagnaður félagsins eftir skatta var tæplega 167 milljónir íslenskra króna, en þar áður nam hagnaðurinn 290 milljónum. Það vekur athygli hversu lítill hagnaðurinn er sem hlutfall af tekjum. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að þessi takmarkaði hagnaður skýrist af því að það séu verðákvarðanir verðlagsnefndar búvöru sem stýri bæði verði til smásölunnar og því verði sem bændur fá fyrir mjólkina. Mjólkursamsalan hafi því einungis tök á að lækka kostnað í kaupum á umbúðum, íblöndunarefnum og innri rekstrarkostnaði. „Öllu hinu er stýrt utan frá,“ segir hann. Efnahagur fyrirtækisins er aftur á móti sterkur. Eignir þess nema 8,95 milljörðum íslenskra króna og eigið fé 3,78 milljörðum. Eiginfjárhlutfall er því um 42 prósent.
Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra neytendamála, telur rétt að breyta lögum ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur fyrir dómstólum. Stríðir gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, segir ráðherrann. 26. september 2014 07:00 Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Helgi Hjörvar ætlar að endurflytja þingsályktunartillögu sína að afturkalla undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. 25. september 2014 19:45 Ætlar ekki að biðja neytendur afsökunar strax "Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS. 25. september 2014 18:03 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00
Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21
Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra neytendamála, telur rétt að breyta lögum ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur fyrir dómstólum. Stríðir gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, segir ráðherrann. 26. september 2014 07:00
Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Helgi Hjörvar ætlar að endurflytja þingsályktunartillögu sína að afturkalla undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. 25. september 2014 19:45
Ætlar ekki að biðja neytendur afsökunar strax "Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS. 25. september 2014 18:03
Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12
Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11
„Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00
MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40
Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14