Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún Garðar Örn Úlfarsson og Sveinn Arnarsson skrifa 26. september 2014 07:00 Byggingarreitur fyrirhugaðs sambýlis í Austurbrún er um það bil á skyggða reitnum í þessari samsettu mynd. „Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“ Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“
Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00