Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2014 13:21 Ármann Höskuldsson Vísi/Auðunn/Egill Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp Bárðarbunga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp
Bárðarbunga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira