Lífið

Aldrei kynnst annarri eins konu

Jón Ársæll Þórðarson
Jón Ársæll Þórðarson
„Ég hef síðastliðna áratugi kynnst mörgu fólki en ég hef aldrei kynnst annarri eins konu, öðrum eins talent,“ segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson.

Fyrsti þáttur af Sjálfstæðu fólki í vetur er á sunnudagskvöldið klukkan 19.35. Gestur Jóns er sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason sem hlaut sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt sem Monica Zetterlund í kvikmyndinni Monica Z fyrr á þessu ári.

„Edda vann lengi í slori austur á fjörðum á Íslandi og er einstök í sinni röð. Hún er Íslendingur eins og þeir gerast flottastir. Við Steingrímur J. Þórðarson fórum til Svíþjóðar og dvöldum með Eddu í nokkra daga. Hún varð eins konar leiðsögumaður okkar um Stokkhólm og heimkynni sín og afraksturinn verður sýndur á sunnudagskvöld,“ segir Jón Ársæll.

Þetta er fjórtándi veturinn sem Sjálfstætt fólk er í sýningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×