Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2014 07:00 Veigar Páll Gunarsson, leikmaður Stjörnunnar. Á laugardaginn ráðast úrslitin í Pepsi-deild karla þegar FH og Stjarnan mætast í Kaplakrika. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem Íslandsmótinu lýkur með hreinum úrslitaleik milli tveggja efstu liðanna og í fjórða skiptið á síðustu 18 árum sem slíkur leikur fer fram. „Það er frábært að fá þennan úrslitaleik. Það er ekkert ósvipað að fara inn í svona leik og bikarúrslitaleik; þú færð engan annan séns,“ segir Gunnlaugur Jónsson sem þekkir það betur en flestir hvernig er að spila úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Hann lék tvo slíka með ÍA á sínum tíma; gegn KR 1996 og ÍBV fimm árum seinna. Fréttablaðið fékk Gunnlaug, sem er þjálfari ÍA í dag, til að spá í spilin fyrir úrslitaleik FH og Stjörnunnar og rifja upp úrslitaleikina tvo sem hann spilaði. FH hefur verið á toppnum íslenskum fótbolta undanfarinn áratug, en Hafnarfjarðarliðið hefur ekki endað neðar en í 2. sæti síðan 2003. Sex Íslandsmeistaratitlar hafa unnist á þessum tíma, auk tveggja bikarmeistaratitla. Stjarnan hefur ekki enn landað stórum titli í karlaboltanum, en liðið tapaði í úrslitum bikarkeppninnar 2012 og 2013. Gunnlaugur segir að sigurhefðin gæti skipt sköpum á laugardaginn. „Það er komin ofboðsleg hefð hjá FH. Kjarninn er búinn að vera þarna öll þessi ár, þeir hafa aldrei lent neðar en í öðru sæti, spilað bikarúrslitaleiki og unnið titla. FH-ingar vita alveg hvernig á að undirbúa svona leiki og þeir hafa gert þetta svo oft áður. Þeir hafa það fram yfir Stjörnuna, líkt við höfðum sigurhefðina fram yfir KR 1996,“ sagði Gunnlaugur. Stjarnan er, líkt og FH, taplaus í deildinni, auk þess sem liðið fór langt í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Ég dáist að frammistöðu Stjörnunnar í sumar,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er ótrúlega sterkt hjá þannig séð óreyndu þjálfarateymi. Þótt Rúnar Páll (Sigmundsson) hafi talsverða reynslu er þetta fyrsta tímabilið hans sem þjálfari í efstu deild. En hann og aðstoðarmenn hans hafa unnið stórkostlegt starf. Nú er bara spurning hvort þeir nái að klára þennan stóra leik.“ Stjarnan er þó langt frá því að vera með reynslulaust lið. Veigar Páll Gunnarsson var til að mynda í lykilhlutverki þegar KR varð Íslandsmeistari 2002 og 2003. Gunnlaugur segir að ekki megi vanmeta mikilvægi hans: „Stjarnan hefur Veigar Pál og hann kynntist því að vinna titla með KR. Hann einn gæti sett stórt strik í reikning FH-inga á laugardaginn.“ Gunnlaugur sagði jafnframt að Atli Guðnason væri maðurinn sem Stjarnan yrði að stoppa, en Atli fór á kostum gegn Val í síðustu umferð; skoraði þrennu og átti stoðsendingu, og það á afmælisdaginn sinn. „Atli Guðnason er klárlega maðurinn sem Stjarnan þarf að stoppa. En þeir eru með öflugt kantspil, vel samhæfða vörn og hafa Davíð Þór Viðarsson inni á miðjunni, en hann hefur spilað mjög vel í sumar. Það er þannig séð hvergi veikan hlekk að finna í FH-liðinu,“ sagði Gunnlaugur og bætti við: „Að sama skapi er Stjarnan með mjög sterkt lið þótt þeir sakni Michael Præst. Það kemur til með að reyna mikið á Þorra Geir Rúnarsson, ungan miðjumann Stjörnunnar, á sunnudaginn.“ Gunnlaugur segir að það sé spennandi að sjá hvernig þjálfarar liðanna ætli að leggja leikinn upp. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að liðin taki mikla áhættu í byrjun leiks. „Það verður gaman að sjá hvernig þjálfarateymi Stjörnunnar kemur til með að skipuleggja liðið. Stjarnan hefur gert það áður í sumar að bakka aðeins aftar, þétta liðið og beita skyndisóknum, en þeir hafa mikinn hraða fram á við,“ sagði Gunnlaugur og hélt áfram: „Báðir þessir þjálfarar (Rúnar Páll og Heimir Guðjónsson, þjálfara FH) hafa unnið frábært starf í sumar. Heimir er reyndar hættur að koma manni á óvart - hann er orðinn það reyndur. Og ég veit að hann elskar þetta, að undirbúa lið fyrir svona stórleiki.“Stórkostlegur leikur Sagan endurtekur sig að einhverju leyti á laugardaginn, en Heimir var leikmaður KR árið 1996. Og líkt og með FH nú dugði KR jafntefli 1996 til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti síðan 1968. Skagamenn, sem höfðu orðið meistarar fjögur árin á undan, reyndust hins vegar sterkari á heimavelli og unnu 4-1 sigur með tveimur mörkum frá Bjarna Guðjónssyni og sitt hvoru markinu frá Ólafi Adolfssyni og Haraldi Ingólfssyni. Gunnlaugur segir leikinn ógleymanlegan: „Í minningunni var það stórkostlegur leikur. Það var troðfullur völlur og það hefðu verið fleiri áhorfendur ef Hvalfjarðargöngin hefðu verið komin. Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í Reykjavík þaðan sem Akraborgin lagði úr höfn, Það leit ekkert sérstaklega út með veðrið. Það var þvílík rigning daganna á undan, en það stytti upp að morgni leikdags og það var frábært veður meðan leikurinn fór fram. Stemmningin á leiknum var líka frábær.“ Guðjón Þórðarson var þjálfari ÍA á þessum tíma og hann gerði nokkrar tilfærslur á sínu liði fyrir leikinn. „Guðjón kom dálítið á óvart með uppstillingunni,“ segir Gunnlaugur. „Ég var ekki fastamaður í liðinu þetta sumar, en hann stillti mér upp sem hægri bakverði og Steinari Adolfssyni sem vinstri bakverði og setti Sigursteinn Gíslason á miðjuna þar sem hann hafði ekki spilað í einhvern tíma. Og Sigursteinn naut sín mjög vel á þungum velli á móti þeirra akkeri á miðjunni, Heimi Guðjónssyni. Það gekk allt upp og þetta var stórkostlegur sigur.“Menn stóðu varla í lappirnar ÍA vann ekki Íslandsmeistaratitilinn aftur fyrr en fimm árum síðar, 2001, en Gunnlaugur segir að staðan hjá félaginu hafi verið önnur þá: „Árið 2001 var svolítið sérstakt á Akranesi. Væntingarnar voru litlar og liðinu var spáð 5.-6. sæti. Það voru litlir peningar til, sterkir leikmenn voru horfnir á braut og við vorum ekki með neinn erlendan leikmann. En yngri leikmenn voru teknir inn í liðið og stóðu sig frábærlega.“ ÍA kom flestum á óvart þetta sumar og var í toppbaráttu. Úrslitin réðust svo í lokaumferðinni þegar Skagamenn sóttu ÍBV heim, en öfugt við leikinn 1996 dugði ÍA jafntefli 2001 til að verða meistarar. „Ég man að við fórum deginum fyrir leikinn til Eyja í alveg skelfilegu veðri í Herjólfi,“ sagði Gunnlaugur um aðdraganda leiksins, en hann var fyrirliði ÍA á þessum tíma. „Við tókum æfingu fljótlega eftir að við komum og hún var skrautleg. Menn voru með riðuna og stóðu varla í lappirnar. Maður var ekkert alltof brattur og ég man að það var erfitt að fá gistingu. Við fengum þó inni á einhverju gistiheimili og sum rúmin þar voru mjög vafasöm,“ bætti Gunnlaugur við. ÍA byrjaði leikinn betur og komst fljótlega í 0-2. Tómas Ingi Tómasson, núverandi sérfræðingur Pepsi-markanna, jafnaði hins vegar leikinn með tveimur mörkum og Eyjamenn sóttu stíft undir lok leiksins. „Ég man að þeir settu inn á stóran framherja, Aleksander Ilic, og færðu miðvörðinn og fyrirliðann Hlyn Stefánsson fram og síðan dældu þeir bara háum boltum inn í vítateiginn. En við héldum þetta út og þetta var ótrúlegur sigur, einn sá óvæntasti í sögunni held ég,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Á laugardaginn ráðast úrslitin í Pepsi-deild karla þegar FH og Stjarnan mætast í Kaplakrika. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem Íslandsmótinu lýkur með hreinum úrslitaleik milli tveggja efstu liðanna og í fjórða skiptið á síðustu 18 árum sem slíkur leikur fer fram. „Það er frábært að fá þennan úrslitaleik. Það er ekkert ósvipað að fara inn í svona leik og bikarúrslitaleik; þú færð engan annan séns,“ segir Gunnlaugur Jónsson sem þekkir það betur en flestir hvernig er að spila úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Hann lék tvo slíka með ÍA á sínum tíma; gegn KR 1996 og ÍBV fimm árum seinna. Fréttablaðið fékk Gunnlaug, sem er þjálfari ÍA í dag, til að spá í spilin fyrir úrslitaleik FH og Stjörnunnar og rifja upp úrslitaleikina tvo sem hann spilaði. FH hefur verið á toppnum íslenskum fótbolta undanfarinn áratug, en Hafnarfjarðarliðið hefur ekki endað neðar en í 2. sæti síðan 2003. Sex Íslandsmeistaratitlar hafa unnist á þessum tíma, auk tveggja bikarmeistaratitla. Stjarnan hefur ekki enn landað stórum titli í karlaboltanum, en liðið tapaði í úrslitum bikarkeppninnar 2012 og 2013. Gunnlaugur segir að sigurhefðin gæti skipt sköpum á laugardaginn. „Það er komin ofboðsleg hefð hjá FH. Kjarninn er búinn að vera þarna öll þessi ár, þeir hafa aldrei lent neðar en í öðru sæti, spilað bikarúrslitaleiki og unnið titla. FH-ingar vita alveg hvernig á að undirbúa svona leiki og þeir hafa gert þetta svo oft áður. Þeir hafa það fram yfir Stjörnuna, líkt við höfðum sigurhefðina fram yfir KR 1996,“ sagði Gunnlaugur. Stjarnan er, líkt og FH, taplaus í deildinni, auk þess sem liðið fór langt í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Ég dáist að frammistöðu Stjörnunnar í sumar,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er ótrúlega sterkt hjá þannig séð óreyndu þjálfarateymi. Þótt Rúnar Páll (Sigmundsson) hafi talsverða reynslu er þetta fyrsta tímabilið hans sem þjálfari í efstu deild. En hann og aðstoðarmenn hans hafa unnið stórkostlegt starf. Nú er bara spurning hvort þeir nái að klára þennan stóra leik.“ Stjarnan er þó langt frá því að vera með reynslulaust lið. Veigar Páll Gunnarsson var til að mynda í lykilhlutverki þegar KR varð Íslandsmeistari 2002 og 2003. Gunnlaugur segir að ekki megi vanmeta mikilvægi hans: „Stjarnan hefur Veigar Pál og hann kynntist því að vinna titla með KR. Hann einn gæti sett stórt strik í reikning FH-inga á laugardaginn.“ Gunnlaugur sagði jafnframt að Atli Guðnason væri maðurinn sem Stjarnan yrði að stoppa, en Atli fór á kostum gegn Val í síðustu umferð; skoraði þrennu og átti stoðsendingu, og það á afmælisdaginn sinn. „Atli Guðnason er klárlega maðurinn sem Stjarnan þarf að stoppa. En þeir eru með öflugt kantspil, vel samhæfða vörn og hafa Davíð Þór Viðarsson inni á miðjunni, en hann hefur spilað mjög vel í sumar. Það er þannig séð hvergi veikan hlekk að finna í FH-liðinu,“ sagði Gunnlaugur og bætti við: „Að sama skapi er Stjarnan með mjög sterkt lið þótt þeir sakni Michael Præst. Það kemur til með að reyna mikið á Þorra Geir Rúnarsson, ungan miðjumann Stjörnunnar, á sunnudaginn.“ Gunnlaugur segir að það sé spennandi að sjá hvernig þjálfarar liðanna ætli að leggja leikinn upp. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að liðin taki mikla áhættu í byrjun leiks. „Það verður gaman að sjá hvernig þjálfarateymi Stjörnunnar kemur til með að skipuleggja liðið. Stjarnan hefur gert það áður í sumar að bakka aðeins aftar, þétta liðið og beita skyndisóknum, en þeir hafa mikinn hraða fram á við,“ sagði Gunnlaugur og hélt áfram: „Báðir þessir þjálfarar (Rúnar Páll og Heimir Guðjónsson, þjálfara FH) hafa unnið frábært starf í sumar. Heimir er reyndar hættur að koma manni á óvart - hann er orðinn það reyndur. Og ég veit að hann elskar þetta, að undirbúa lið fyrir svona stórleiki.“Stórkostlegur leikur Sagan endurtekur sig að einhverju leyti á laugardaginn, en Heimir var leikmaður KR árið 1996. Og líkt og með FH nú dugði KR jafntefli 1996 til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti síðan 1968. Skagamenn, sem höfðu orðið meistarar fjögur árin á undan, reyndust hins vegar sterkari á heimavelli og unnu 4-1 sigur með tveimur mörkum frá Bjarna Guðjónssyni og sitt hvoru markinu frá Ólafi Adolfssyni og Haraldi Ingólfssyni. Gunnlaugur segir leikinn ógleymanlegan: „Í minningunni var það stórkostlegur leikur. Það var troðfullur völlur og það hefðu verið fleiri áhorfendur ef Hvalfjarðargöngin hefðu verið komin. Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í Reykjavík þaðan sem Akraborgin lagði úr höfn, Það leit ekkert sérstaklega út með veðrið. Það var þvílík rigning daganna á undan, en það stytti upp að morgni leikdags og það var frábært veður meðan leikurinn fór fram. Stemmningin á leiknum var líka frábær.“ Guðjón Þórðarson var þjálfari ÍA á þessum tíma og hann gerði nokkrar tilfærslur á sínu liði fyrir leikinn. „Guðjón kom dálítið á óvart með uppstillingunni,“ segir Gunnlaugur. „Ég var ekki fastamaður í liðinu þetta sumar, en hann stillti mér upp sem hægri bakverði og Steinari Adolfssyni sem vinstri bakverði og setti Sigursteinn Gíslason á miðjuna þar sem hann hafði ekki spilað í einhvern tíma. Og Sigursteinn naut sín mjög vel á þungum velli á móti þeirra akkeri á miðjunni, Heimi Guðjónssyni. Það gekk allt upp og þetta var stórkostlegur sigur.“Menn stóðu varla í lappirnar ÍA vann ekki Íslandsmeistaratitilinn aftur fyrr en fimm árum síðar, 2001, en Gunnlaugur segir að staðan hjá félaginu hafi verið önnur þá: „Árið 2001 var svolítið sérstakt á Akranesi. Væntingarnar voru litlar og liðinu var spáð 5.-6. sæti. Það voru litlir peningar til, sterkir leikmenn voru horfnir á braut og við vorum ekki með neinn erlendan leikmann. En yngri leikmenn voru teknir inn í liðið og stóðu sig frábærlega.“ ÍA kom flestum á óvart þetta sumar og var í toppbaráttu. Úrslitin réðust svo í lokaumferðinni þegar Skagamenn sóttu ÍBV heim, en öfugt við leikinn 1996 dugði ÍA jafntefli 2001 til að verða meistarar. „Ég man að við fórum deginum fyrir leikinn til Eyja í alveg skelfilegu veðri í Herjólfi,“ sagði Gunnlaugur um aðdraganda leiksins, en hann var fyrirliði ÍA á þessum tíma. „Við tókum æfingu fljótlega eftir að við komum og hún var skrautleg. Menn voru með riðuna og stóðu varla í lappirnar. Maður var ekkert alltof brattur og ég man að það var erfitt að fá gistingu. Við fengum þó inni á einhverju gistiheimili og sum rúmin þar voru mjög vafasöm,“ bætti Gunnlaugur við. ÍA byrjaði leikinn betur og komst fljótlega í 0-2. Tómas Ingi Tómasson, núverandi sérfræðingur Pepsi-markanna, jafnaði hins vegar leikinn með tveimur mörkum og Eyjamenn sóttu stíft undir lok leiksins. „Ég man að þeir settu inn á stóran framherja, Aleksander Ilic, og færðu miðvörðinn og fyrirliðann Hlyn Stefánsson fram og síðan dældu þeir bara háum boltum inn í vítateiginn. En við héldum þetta út og þetta var ótrúlegur sigur, einn sá óvæntasti í sögunni held ég,“ sagði Gunnlaugur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira