Mannréttindalögfræðingurinn sem stal hjarta Clooneys 2. október 2014 20:00 Þau Amal Alamuddin og George Clooney sjást hér í góðgerðarkvöldverði stuttu fyrir brúðkaup sitt en þar ljóstraði leikarinn því upp að parið hefði kynnst á Ítalíu fyrir um það bil ári. Vísir/Getty Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira