Varar heyrnarskerta við ódýrum heyrnartækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2014 07:00 Tæki sem Heyrnar- og talmeinastöðin selur geta kostað hundruð þúsunda. fréttablaðið/Vilhelm Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira