Sjá engin rök fyrir flutningi Fiskistofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Einróma var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær að skora á ráðherra og ríkisstjórn að hætta við flutning Fiskistofu úr bænum. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er lengst til hægri. Fréttablaðið/Pjetur „Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira