Lífið

Fataskápurinn: Einfalt, stílhreint og þægilegt í fyrirrúmi

Heiða Skúladóttir fyrirsæta
Heiða Skúladóttir fyrirsæta Vísir/Ernir
„Ég fylgist með tískustraumum þó ég fylgi þeim ekki endilega alltaf, Ég myndi lýsa stílnum mínum sem einföldum, stílhreinum og þægilegum. Í augnablikinu er ég hrifnust af hvítu,og dökkum ltium eins og vínrauðu og flöskugrænu. Ég líka rosaleg kuldaskræfa svo í vetur "ætla ég að fylla fataskápinn minn af grófum, prjónuðum peysum.“

Armband: Frá Pandora og er eins konar minningararmband þar sem hver hlekkur táknar einstakling eða atburð. Fékk það frá frænku minni fyrir sjö árum og hef safnað minningum síðan.
Armband: Frá Pandora og er eins konar minningararmband þar sem hver hlekkur táknar einstakling eða atburð. Fékk það frá frænku minni fyrir sjö árum og hef safnað minningum síðan.

Skórnir: Klassísku dökkbláu pinnarnir frá Zara hafa komið sér vel og passa við allt.
Skórnir: Klassísku dökkbláu pinnarnir frá Zara hafa komið sér vel og passa við allt.

Svartur flauelskjóll: 25 ára gamall flauelskjóll úr Hannes sem mamma átti áður en það varð Hennes&Mauritz (H&M) sem mér þykir rosalega vænt um.
Svartur flauelskjóll: 25 ára gamall flauelskjóll úr Hannes sem mamma átti áður en það varð Hennes&Mauritz (H&M) sem mér þykir rosalega vænt um.

Farmers Market-peysan: hef lítið farið úr henni síðan ég fékk hana.
Farmers Market-peysan: hef lítið farið úr henni síðan ég fékk hana.

Grá munstraða kápan: Köllum hana forseta-kápuna af því að Þóra Arnórsdóttir fékk hana lánaða þegar hún var í framboði.
Grá munstraða kápan: Köllum hana forseta-kápuna af því að Þóra Arnórsdóttir fékk hana lánaða þegar hún var í framboði.

Jör-kjóll: Æðislegur kjóll frá JÖR sem er klárlega afmæliskjóllinn í ár.
Jör-kjóll: Æðislegur kjóll frá JÖR sem er klárlega afmæliskjóllinn í ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×