„Þetta var algjört klúður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Ríkissaksóknari segir óljóst verklag við símhlustanir vera áhyggjuefni. Vísir/Ernir Mikið hefur mætt á Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara undanfarið. Hún tilkynnti í vikunni að hún teldi sig vanhæfa til að veita endurupptökunefnd umsögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Þá hafa málefni tengd ólöglegum símhlerunum sem Ríkissaksóknari skal hafa eftirlit með verið í brennidepli undanfarið.Ekkert formlegt erindi Blaðamaður hitti Sigríði í húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu, þar sem embættið hefur verið til húsa frá stofnun þess 1961. Við byrjum á máli málanna, Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Sigríður tilkynnti á miðvikudag að einn rannsakenda í málunum á sínum tíma, Örn Höskuldsson, væri kvæntur móðursystur hennar og því væri hún vanhæf til að fara með málið.En af hverju var hún svona lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hún værir vanhæf í málinu? „Það liggur í augum uppi að ég vissi af því að hann væri giftur móðursystur minni. En þegar skýrslan var gefin út í mars í fyrra þá fékk ég ekkert formlegt erindi hingað. Mér var bara afhent eitt eintak af þessari skýrslu. Auðvitað gera lögin ráð fyrir að Ríkissaksóknari geti haft frumkvæði að endurupptöku mála. Ég byrjaði á því að senda þeim bréf sem eftir lifa til að kanna afstöðu þeirra til endurupptöku. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að Ríkissaksóknari væri eitthvað að stökkva til og hefja endurupptökumál, mögulega í óþökk þeirra sem voru dómfelldir. Ég fékk síðan engin svör frá neinum nema Erlu,“ segir Sigríður. Það hafi síðan ekki verið fyrr en um hásumar á þessu ári sem formleg beiðni um endurupptöku barst frá lögmanni Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni sem voru sakfelld í málunum. „Beiðnirnar komu til mín 4. september. Ég er búin að vera síðan þá að velta þessu fyrir mér fram og til baka. Að víkja sæti vegna vanhæfis er náttúrulega stórmál og maður gerir það alls ekki nema maður telji miklar og lögmætar ástæður til þess að víkja. Í þessu litla landi væri maður alltaf að víkja hægri vinstri ef það væri bara vegna þess að það væru smá tengingar. En það er mitt að meta þetta hæfi samkvæmt lögum.“Reiknað er með því að forsætisráðherra skipi nýjan saksóknara í málið jafnvel í dag.Alveg galið Sigríður segir að eftir að í ljós kom á hvaða grundvelli beiðnirnar voru byggðar, sem er aðallega það að rannsakendur hafi framið brot gegn þeim sem voru til rannsóknar, hafi hún ákveðið að víkja. „Ég einfaldlega þurfti að gefa mér góðan tíma í þetta. Ég þurfti að fara yfir fræðin, reyna að finna dóma þar sem dómarar hafa vikið vegna vanhæfis og mér fannst þetta ekkert blasa við. Þetta var ekki sjálfgefið. En ég tel þetta rétta niðurstöðu með hliðsjón af efni beiðnanna.“ Sigríður segist aldrei hafa rætt við eiginmann móðursystur sinnar um málið, en það skipti engu máli fyrir niðurstöðuna. Hún segist hafa sína skoðun á málinu, eins og flestir Íslendingar. „Miðað við réttarfarið í dag þá finnst manni þetta náttúrulega alveg galið. Þessi gríðarlega langa einangrunarvist, fyrir utan allt annað. Það er ekki fyrir nokkurn mann að standast það. Málið er síðan bara hvaða áhrif það hafði á framburðinn. Sá sem tekur við málinu þarf bara að kafa ofan í þetta allt saman. En ég hefði aldrei náð að veita mína umsögn á þessum fresti sem var veittur.“Vísir/ErnirSkerpir á verklagi við hlustanirRíkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum.Sigríður fundar árlega með einhverjum hætti með öllum ákærendum landsins.„Í fyrra fórum við og heimsóttum alla lögreglustjórana, þá fórum við yfir málastöðuna og ýmis málefni sem við vildum fara yfir með þeim sérstaklega,“ segir Sigríður og hyggst endurtaka leikinn í byrjun næsta árs þar sem búið sé að breyta öllum lögreglustjóraumdæmum landsins og skipa nýja lögreglustjóra.„Þá ætla ég til dæmis að skerpa á þessu með hlustanirnar og því verklagi öllu.“Embættið hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitsstarfi sínu með símhlustunum lögregluembætta nægilega. Þannig hefur það ítrekað komið upp á þessu ári að sérstakur saksóknari hafi verið bendlaður við ólöglegar hlustanir á símtöl sakborninga og verjenda, bæði hefur það verið staðfest af dómstólum sem og að lögmenn sakborninga hafi hlustað á slíkar upptökur.„Það liggur fyrir að það var pottur brotinn í verklaginu við símhlustanir hjá sérstökum. En þeir eru hættir að hlusta núna, það voru að mig minnir bara tvær hlustanir hjá þeim í fyrra og svo ekkert í ár. Þetta er bara búið þar. En þetta er auðvitað áhyggjuefni og ég skil vel að verjendur séu súrir.“Hægt að leysa þettaSigríður segist vera öll af vilja gerð til að bregðast við þessu og finna verklag sem tryggir rétta framkvæmd.Slíkt geti verið tæknilegar lausnir þannig að ákveðin símanúmer sem skráð eru á verjendur sakborninga séu sérstaklega merkt. Það standi hins vegar á símafélögunum að veita slíkar upplýsingar strax og símtöl eru tekin upp.„Það er örugglega hægt að leysa þetta. Þeir hjá Ríkislögreglustjóra eru búnir að hanna mjög gott kerfi í kringum þetta, þeir sjálfir vilja náttúrulega hafa gott eftirlit þannig að ekki sé verið að væna þá um að standa sig ekki. Og það er verið að vinna í þessu. Meðal annars hefur innra eftirlitið bent á atriði sem hægt er að laga, til dæmis varðandi eyðingu gagna þannig að þetta verði meira innbyggt í kerfið.“Sigríður segir að þrátt fyrir að símtöl verjenda við sakborninga hafi verið vistuð hjá Sérstökum saksóknara þýði það ekki að slík samtöl hafi verið hleruð eða notuð við rannsókn mála.„Það að lögmennirnir fengu aðgang að þessum hljóðskrám hjá embættinu og það eru þeir sem finna þetta sýnir að ef embættið hefði ætlað sér að gera eitthvað með þetta eða reyna að fela þetta þá hefðu þeir verið búnir að kippa þessu út. Þetta var bara algjört klúður,“ segir Sigríður og bætir við að mikilvægt sé að laga tæknilega galla og finna réttar útfærslur á kerfinu.„Þetta er gríðarlega mikið inngrip að vera að hlusta á samtöl fólks. Þetta verður að vera allt á hreinu.“Valtýr Sigurðsson.Málsmeðferðartími að lengjastSigríður hefur verið ríkissaksóknari í rúm þrjú ár eða frá því í apríl árið 2011. Áður var hún vararíkissaksóknari og tók við af Valtý Sigurðssyni. Hjá embættinu starfa með Sigríði tólf ákærendur, auk skrifstofustjóra og fjögurra ritara.Sigríður segir álagið mikið, raunar alltof mikið.„Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spyr Sigríður og bendir á tölfræði yfir málafjöldann sem embættið þarf að fást við.Þannig hafa 438 sakamál borist til meðferðar við embættið í ár, í fyrra voru þau alls 555 sem er met og stefnir í nýtt met í ár. Í ár hafa verið afgreidd 400 mál, 230 eru óafgreidd og þar af 21 sem barst árið 2013. Kærðum ákvörðunum lögreglustjóra fjölgar stöðugt, eru á þessu ári orðnar 174 en voru 166 í fyrra. Þá sinnir embættið ýmsum öðrum málaflokkum þó að dómsmálin séu ávallt í forgangi.„Það er náttúrulega niðurskurður hér hjá okkur og við getum ekki sparað í neinu nema mannahaldi – það er ekki eins við séum að spreða neitt hérna og þetta er mikið áhyggjuefni.“Embættið fékk viðbótarfjárveitingu í fyrra vegna átaks gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi verður ekki framhald á því.„Dómsmálin verða alltaf í forgangi hjá okkur sem þýðir að við getum minna verið að sinna eftirliti. En það má nú samt ekki gleyma að hluti af okkar eftirliti felst í því að við fáum málin frá lögreglustjórunum, við gerum oft athugasemdir og sendum mál til baka. Síðan lesa ákærendur hérna yfir alla dóma, viðurlagaákvarðanir og sektargerðir, sem eru um 1.500 mál á ári. En þegar mikið er að gera getur auðvitað eitthvað sloppið í gegnum nálaraugað. En við bara reynum alltaf að gera okkar besta.“Geta ekki hlaupið hraðarEn getur embætti Ríkissaksóknara sinnt öllum sínum lögbundnu skyldum eins og best verður á kosið með því fjármagni sem því er úthlutað? „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna. Sumir ákærendur eru til dæmis með mikið af kynferðisbrotamálum, ef þau eru með þannig umdæmi eins og til dæmis höfuðborgarsvæðið. Það er langmest vinna í þeim. Málin fara svo í röðina og geta dregist og það er hreint út sagt agalegt að fara í dóm með mál sem eru orðin mörg hundruð daga gömul. Það er bara ekki boðlegt. Við erum öll meðvituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokkuð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu,“ segir Sigríður að lokum. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Vill að sérstakur saksóknari beri vitni um hleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. 25. september 2014 11:18 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mikið hefur mætt á Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara undanfarið. Hún tilkynnti í vikunni að hún teldi sig vanhæfa til að veita endurupptökunefnd umsögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Þá hafa málefni tengd ólöglegum símhlerunum sem Ríkissaksóknari skal hafa eftirlit með verið í brennidepli undanfarið.Ekkert formlegt erindi Blaðamaður hitti Sigríði í húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu, þar sem embættið hefur verið til húsa frá stofnun þess 1961. Við byrjum á máli málanna, Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Sigríður tilkynnti á miðvikudag að einn rannsakenda í málunum á sínum tíma, Örn Höskuldsson, væri kvæntur móðursystur hennar og því væri hún vanhæf til að fara með málið.En af hverju var hún svona lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hún værir vanhæf í málinu? „Það liggur í augum uppi að ég vissi af því að hann væri giftur móðursystur minni. En þegar skýrslan var gefin út í mars í fyrra þá fékk ég ekkert formlegt erindi hingað. Mér var bara afhent eitt eintak af þessari skýrslu. Auðvitað gera lögin ráð fyrir að Ríkissaksóknari geti haft frumkvæði að endurupptöku mála. Ég byrjaði á því að senda þeim bréf sem eftir lifa til að kanna afstöðu þeirra til endurupptöku. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að Ríkissaksóknari væri eitthvað að stökkva til og hefja endurupptökumál, mögulega í óþökk þeirra sem voru dómfelldir. Ég fékk síðan engin svör frá neinum nema Erlu,“ segir Sigríður. Það hafi síðan ekki verið fyrr en um hásumar á þessu ári sem formleg beiðni um endurupptöku barst frá lögmanni Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni sem voru sakfelld í málunum. „Beiðnirnar komu til mín 4. september. Ég er búin að vera síðan þá að velta þessu fyrir mér fram og til baka. Að víkja sæti vegna vanhæfis er náttúrulega stórmál og maður gerir það alls ekki nema maður telji miklar og lögmætar ástæður til þess að víkja. Í þessu litla landi væri maður alltaf að víkja hægri vinstri ef það væri bara vegna þess að það væru smá tengingar. En það er mitt að meta þetta hæfi samkvæmt lögum.“Reiknað er með því að forsætisráðherra skipi nýjan saksóknara í málið jafnvel í dag.Alveg galið Sigríður segir að eftir að í ljós kom á hvaða grundvelli beiðnirnar voru byggðar, sem er aðallega það að rannsakendur hafi framið brot gegn þeim sem voru til rannsóknar, hafi hún ákveðið að víkja. „Ég einfaldlega þurfti að gefa mér góðan tíma í þetta. Ég þurfti að fara yfir fræðin, reyna að finna dóma þar sem dómarar hafa vikið vegna vanhæfis og mér fannst þetta ekkert blasa við. Þetta var ekki sjálfgefið. En ég tel þetta rétta niðurstöðu með hliðsjón af efni beiðnanna.“ Sigríður segist aldrei hafa rætt við eiginmann móðursystur sinnar um málið, en það skipti engu máli fyrir niðurstöðuna. Hún segist hafa sína skoðun á málinu, eins og flestir Íslendingar. „Miðað við réttarfarið í dag þá finnst manni þetta náttúrulega alveg galið. Þessi gríðarlega langa einangrunarvist, fyrir utan allt annað. Það er ekki fyrir nokkurn mann að standast það. Málið er síðan bara hvaða áhrif það hafði á framburðinn. Sá sem tekur við málinu þarf bara að kafa ofan í þetta allt saman. En ég hefði aldrei náð að veita mína umsögn á þessum fresti sem var veittur.“Vísir/ErnirSkerpir á verklagi við hlustanirRíkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum.Sigríður fundar árlega með einhverjum hætti með öllum ákærendum landsins.„Í fyrra fórum við og heimsóttum alla lögreglustjórana, þá fórum við yfir málastöðuna og ýmis málefni sem við vildum fara yfir með þeim sérstaklega,“ segir Sigríður og hyggst endurtaka leikinn í byrjun næsta árs þar sem búið sé að breyta öllum lögreglustjóraumdæmum landsins og skipa nýja lögreglustjóra.„Þá ætla ég til dæmis að skerpa á þessu með hlustanirnar og því verklagi öllu.“Embættið hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitsstarfi sínu með símhlustunum lögregluembætta nægilega. Þannig hefur það ítrekað komið upp á þessu ári að sérstakur saksóknari hafi verið bendlaður við ólöglegar hlustanir á símtöl sakborninga og verjenda, bæði hefur það verið staðfest af dómstólum sem og að lögmenn sakborninga hafi hlustað á slíkar upptökur.„Það liggur fyrir að það var pottur brotinn í verklaginu við símhlustanir hjá sérstökum. En þeir eru hættir að hlusta núna, það voru að mig minnir bara tvær hlustanir hjá þeim í fyrra og svo ekkert í ár. Þetta er bara búið þar. En þetta er auðvitað áhyggjuefni og ég skil vel að verjendur séu súrir.“Hægt að leysa þettaSigríður segist vera öll af vilja gerð til að bregðast við þessu og finna verklag sem tryggir rétta framkvæmd.Slíkt geti verið tæknilegar lausnir þannig að ákveðin símanúmer sem skráð eru á verjendur sakborninga séu sérstaklega merkt. Það standi hins vegar á símafélögunum að veita slíkar upplýsingar strax og símtöl eru tekin upp.„Það er örugglega hægt að leysa þetta. Þeir hjá Ríkislögreglustjóra eru búnir að hanna mjög gott kerfi í kringum þetta, þeir sjálfir vilja náttúrulega hafa gott eftirlit þannig að ekki sé verið að væna þá um að standa sig ekki. Og það er verið að vinna í þessu. Meðal annars hefur innra eftirlitið bent á atriði sem hægt er að laga, til dæmis varðandi eyðingu gagna þannig að þetta verði meira innbyggt í kerfið.“Sigríður segir að þrátt fyrir að símtöl verjenda við sakborninga hafi verið vistuð hjá Sérstökum saksóknara þýði það ekki að slík samtöl hafi verið hleruð eða notuð við rannsókn mála.„Það að lögmennirnir fengu aðgang að þessum hljóðskrám hjá embættinu og það eru þeir sem finna þetta sýnir að ef embættið hefði ætlað sér að gera eitthvað með þetta eða reyna að fela þetta þá hefðu þeir verið búnir að kippa þessu út. Þetta var bara algjört klúður,“ segir Sigríður og bætir við að mikilvægt sé að laga tæknilega galla og finna réttar útfærslur á kerfinu.„Þetta er gríðarlega mikið inngrip að vera að hlusta á samtöl fólks. Þetta verður að vera allt á hreinu.“Valtýr Sigurðsson.Málsmeðferðartími að lengjastSigríður hefur verið ríkissaksóknari í rúm þrjú ár eða frá því í apríl árið 2011. Áður var hún vararíkissaksóknari og tók við af Valtý Sigurðssyni. Hjá embættinu starfa með Sigríði tólf ákærendur, auk skrifstofustjóra og fjögurra ritara.Sigríður segir álagið mikið, raunar alltof mikið.„Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spyr Sigríður og bendir á tölfræði yfir málafjöldann sem embættið þarf að fást við.Þannig hafa 438 sakamál borist til meðferðar við embættið í ár, í fyrra voru þau alls 555 sem er met og stefnir í nýtt met í ár. Í ár hafa verið afgreidd 400 mál, 230 eru óafgreidd og þar af 21 sem barst árið 2013. Kærðum ákvörðunum lögreglustjóra fjölgar stöðugt, eru á þessu ári orðnar 174 en voru 166 í fyrra. Þá sinnir embættið ýmsum öðrum málaflokkum þó að dómsmálin séu ávallt í forgangi.„Það er náttúrulega niðurskurður hér hjá okkur og við getum ekki sparað í neinu nema mannahaldi – það er ekki eins við séum að spreða neitt hérna og þetta er mikið áhyggjuefni.“Embættið fékk viðbótarfjárveitingu í fyrra vegna átaks gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi verður ekki framhald á því.„Dómsmálin verða alltaf í forgangi hjá okkur sem þýðir að við getum minna verið að sinna eftirliti. En það má nú samt ekki gleyma að hluti af okkar eftirliti felst í því að við fáum málin frá lögreglustjórunum, við gerum oft athugasemdir og sendum mál til baka. Síðan lesa ákærendur hérna yfir alla dóma, viðurlagaákvarðanir og sektargerðir, sem eru um 1.500 mál á ári. En þegar mikið er að gera getur auðvitað eitthvað sloppið í gegnum nálaraugað. En við bara reynum alltaf að gera okkar besta.“Geta ekki hlaupið hraðarEn getur embætti Ríkissaksóknara sinnt öllum sínum lögbundnu skyldum eins og best verður á kosið með því fjármagni sem því er úthlutað? „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna. Sumir ákærendur eru til dæmis með mikið af kynferðisbrotamálum, ef þau eru með þannig umdæmi eins og til dæmis höfuðborgarsvæðið. Það er langmest vinna í þeim. Málin fara svo í röðina og geta dregist og það er hreint út sagt agalegt að fara í dóm með mál sem eru orðin mörg hundruð daga gömul. Það er bara ekki boðlegt. Við erum öll meðvituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokkuð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu,“ segir Sigríður að lokum.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Vill að sérstakur saksóknari beri vitni um hleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. 25. september 2014 11:18 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30
Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47
„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47
Vill að sérstakur saksóknari beri vitni um hleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. 25. september 2014 11:18
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00