Bryan Cranston leikur spæjara Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 14:30 Bryan Cranston Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira