Pavel: Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 09:00 Pavel Ermolinskji sneri sig á æfingu með KR. fréttablaðið/ernir Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira