Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2014 08:45 Þúsundir manna neyta matar í mötuneytum eða á veitingahúsum. Fjármálaráðuneyti gefur hins vegar ekki skýringar á því hvers vegna kaup á mat á þessum stöðum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum. vísir/Getty Matvara sem keypt er á veitinga- og kaffihúsum og mötuneytum er ekki inni í dæmum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um útgjöld heimila í frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskatti þótt Hagstofa Íslands geri ráð fyrir þeim í neysluviðmiðum sínum. Að öðru leyti er vísað til neysluviðmiða Hagstofunnar í frumvarpinu.Bjarni Benediktssonfréttablaðið/ernirFjármálaráðuneytið segir að þjónusta veitinga- og kaffihúsa og mötuneyta, þar með talinn hlutur matvæla í þeirri þjónustu, sé metin með annarri vöru og þjónustu í lægra þrepi virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í gær. Hins vegar er ekki útskýrt hvers vegna þessi leið er farin í ráðuneytinu. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsinguna í kjölfar frétta Fréttablaðsins af því að í forsendum virðisaukaskttsfrumvarpsins væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 2.976 krónum á dag, í mat. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Benediksson fjármálaráðherra um málið í gær en hann veitti það ekki. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir að viðmiðin í virðisaukaskattsfrumvarpinu séu röng. „Þetta á sér ekki stoð í raunveruleikanum og er því ráðuneytinu til vansa. Við þurfum að fá nánari útskýringar á þessu því þetta lítur út fyrir að vera einhver fundin tala til að ná fram í fjárlögum því sem þeir vilja ná fram – fjarri öllum raunveruleika.“ Í frumvarpinu er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en raun ber vitni mun hækkun á matarskatti hafa mun meiri áhrif á hag heimilanna en ráð var fyrir gert.Árni Páll ÁrnasonMálið var til umræðu á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar sagði að annaðhvort hefðu orðið mistök sem hljóti að kalla á endurskoðun á virðisaukaskattsfrumvarpinu eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í sparinnkaupum að þeir skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnað upp á 248 krónur á hverja máltíð. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra varð til svara og sagði; „Hvað varðar nýlegar fréttir um neysluverðmið tel ég einboðið að þingnefndin sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að miðað sé við röng eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi viðmið býst ég við að menn taki það til gagngerrar endurskoðunar í meðförum þingsins,“ sagði Sigurður Ingi. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Matvara sem keypt er á veitinga- og kaffihúsum og mötuneytum er ekki inni í dæmum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um útgjöld heimila í frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskatti þótt Hagstofa Íslands geri ráð fyrir þeim í neysluviðmiðum sínum. Að öðru leyti er vísað til neysluviðmiða Hagstofunnar í frumvarpinu.Bjarni Benediktssonfréttablaðið/ernirFjármálaráðuneytið segir að þjónusta veitinga- og kaffihúsa og mötuneyta, þar með talinn hlutur matvæla í þeirri þjónustu, sé metin með annarri vöru og þjónustu í lægra þrepi virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í gær. Hins vegar er ekki útskýrt hvers vegna þessi leið er farin í ráðuneytinu. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsinguna í kjölfar frétta Fréttablaðsins af því að í forsendum virðisaukaskttsfrumvarpsins væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 2.976 krónum á dag, í mat. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Benediksson fjármálaráðherra um málið í gær en hann veitti það ekki. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir að viðmiðin í virðisaukaskattsfrumvarpinu séu röng. „Þetta á sér ekki stoð í raunveruleikanum og er því ráðuneytinu til vansa. Við þurfum að fá nánari útskýringar á þessu því þetta lítur út fyrir að vera einhver fundin tala til að ná fram í fjárlögum því sem þeir vilja ná fram – fjarri öllum raunveruleika.“ Í frumvarpinu er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en raun ber vitni mun hækkun á matarskatti hafa mun meiri áhrif á hag heimilanna en ráð var fyrir gert.Árni Páll ÁrnasonMálið var til umræðu á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar sagði að annaðhvort hefðu orðið mistök sem hljóti að kalla á endurskoðun á virðisaukaskattsfrumvarpinu eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í sparinnkaupum að þeir skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnað upp á 248 krónur á hverja máltíð. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra varð til svara og sagði; „Hvað varðar nýlegar fréttir um neysluverðmið tel ég einboðið að þingnefndin sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að miðað sé við röng eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi viðmið býst ég við að menn taki það til gagngerrar endurskoðunar í meðförum þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira