Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila Þorsteinn Víglundsson skrifar 15. október 2014 07:00 Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun