Vaknaðu það er kominn nýr dagur! Eva Magnúsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun