Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2014 07:00 Miklar deilur eru meðal hestamanna um staðsetningu landsmóta. Mynd/Bjarni Þór Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur. Hestar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur.
Hestar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira