Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur hópur eldri borgara, sem þarf á aðstoð að halda, stækkað. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Fréttablaðið/stefán „Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira