Tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 13:00 Þórunn segir þetta gott tækifæri til að hitta fólk í hönnunargeiranum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“ Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira