Tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 13:00 Þórunn segir þetta gott tækifæri til að hitta fólk í hönnunargeiranum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“ Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira