Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Haraldur Guðmundsson skrifar 29. október 2014 07:30 Sigurður hefur búið í New York frá árinu 2002 og er nú með skrifstofu í Chelsea-hverfinu á Manhattan. „Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira