Landspítali eða RÚV? Skjóðan skrifar 29. október 2014 12:00 Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00