Verkalýðshreyfingin býr sig undir harða baráttu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Verkalýðsleiðtogar segja að dagar samræmdrar launastefnu séu taldir hér á landi. Í komandi samningum semji hver fyrir sig. Fréttablaðið/VAlli Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira