Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2014 07:00 Veðurstofan gaf það út í gær að nýja hraunið [Nornahraun] sé það stærsta sem hefur runnið á Íslandi frá því í Skaftáreldum 1783. Það er 65 ferkílómetrar að stærð. mynd/mtg Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn. Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn.
Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira