Innlent

Vona að samningar náist við prófessora í tíma

Sveinn Arnarson skrifar
Verkfallið myndi hafa mikil áhrif á nemendur.
Verkfallið myndi hafa mikil áhrif á nemendur. Vísir/Valli
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeila Félags prófessora við ríkisháskóla komi á borð nefndarinnar.

Félagið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Myndi það verkfall hafa miklar afleiðingar í för með sér og prófatíð háskólanema riðlast.

„Þetta er mál sem líklega mun enda á borði fjárlaganefndar. Við bíðum bara og sjáum hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þetta myndi auðvitað hafa einhver áhrif á störf háskólanna. Þetta er réttur prófessora og ekkert við því að segja. Við vonum að aðilar nái samningum áður en til verkfalls kemur,“ segir Unnur Brá.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, tekur í sama streng. Hún vildi ekki tjá sig um hugsanlegt verkfall og telur of snemmt að ræða það á þessu stigi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×