Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistarmönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. fréttablaðið/Andri Marínó Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi. Airwaves Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi.
Airwaves Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira