Miðhálendi Íslands: Háspennulínur og hraðbrautir? Nei, takk! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint?
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar