Enski boltinn

Kári í myndatöku vegna támeiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári í leik gegn Norwich.
Kári í leik gegn Norwich. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er tæpur fyrir næsta leik Rotherham í ensku B-deildinni vegna meiðsla í tá. „Ég veit meira eftir myndatöku á morgun [í dag] en ég hef þó ekki miklar áhyggjur af þessu,“ segir Kári en hann hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins.

Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudag og svo Tékklandi í undankeppni EM 2016 fjórum dögum síðar. Hann á ekki von á öðru en að geta gefið kost á sér í verkefnin.

Kári fékk skurð fyrir ofan annað augað í leik Rotherham og Reading á mánudagskvöld og þurfti fimm spor til að loka skurðinum.

Ísland trónir sem kunnugt er á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Kári hefur tekið þátt í nánast öllum leikjum liðsins síðan Lars Lagerbäck tók við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×