Æskusögur róuðu taugarnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2014 08:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, einbeitir sér nú alfarið að golfinu. fréttablaðið/daníel Um helgina náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að tryggja sér þátttökurétt á lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröð atvinnukylfinga í golfi. Mótið fer fram í Marokkó rétt fyrir jól en þar mun Ólafía Þórunn etja kappi við marga gríðarlega öfluga kylfinga. „Það segir sitt um styrkleika keppenda á úrtökumótunum að sú sem vann síðasta mót [Sophia Popov frá Þýskalandi] er ein sú besta í heimi að mínu mati. Hún spilaði ótrúlega vel,“ segir Ólafía í samtali við Fréttablaðið. Hún endaði sjálf í 25.-26. sæti en alls komust 30 efstu kylfingarnir áfram. „Mér fannst þetta ganga nokkuð vel hjá mér. Inn á milli tók ég rangar ákvarðanir og stressið var byrjað að segja til sín undir lokin. En þá reyndi ég bara að anda djúpt og tala sem mest við mömmu, sem var kylfuberinn minn.“ Ólafía segir að spjallið við mömmu hafi í raun hjálpað mikið til. „Ég bað hana um að segja mér æskusögur og fleira í þeim dúr. Það var ýmislegt gert til að dreifa huganum og mér fannst það virka bara mjög vel. Eftir að ég byrjaði á þessu komst ég í fuglafæri á síðustu fimm holunum,“ segir hún. Hún á von á því að það verði hörð samkeppni á lokaúrtökumótinu. „Það verður bara að duga að drepast enda bara þetta eina mót. Það þarf allt að ganga upp til að komast í gegn og það getur vel gerst í mínu tilfelli eins og hjá einhverjum öðru. Ég mun halda áfram að vera dugleg að æfa, halda rónni og ef það tekst tel ég mig vera í góðum málum.“Eingöngu pitsur og kúskús Hún segir að aðstæður í Marokkó geti verið krefjandi, ekki síst vegna hitans, en reiknar með að völlurinn sem notaður verður í desember verði auðveldari viðureignar en sá sem spilað var á í síðasta móti. „Brautirnar á honum voru afar þröngar og flatirnar litlar. Mér skilst að hinn sé mun opnari og að það verði auðveldara að ná betra skori,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að huga að því sem hún lætur ofan í sig. „Maður verður að borða rétt og passa sérstaklega að drekka ekki vatn úr krananum. Tuttugu manns fengu matareitrun nú síðast og það eyðilagði möguleika sumra á að komast áfram,“ segir Ólafía, sem passaði sig á að borða aðeins á tveimur veitingastöðum sem hún vissi að væru í lagi. „Annar var ítalskur og hinn marokkóskur. Ég skiptist því á að borða pitsur og kúskús. Það var kannski lykillinn að þessu hjá mér,“ sagði hún í léttum dúr.Gengur vel að æfa ein Ólafía lauk háskólanámi í Bandaríkjunum síðastliðið vor og kom heim þegar keppnistímabilið var hafið hér á landi. Hún gerði sér þó lítið fyrir og tryggði sér sigur á Íslandsmeistaramótinu í höggleik í júlí. Hún hélt svo til Þýskalands í haust þar sem hún hefur einbeitt sér að æfingum og undirbúningi fyrir úrtökumótaröðina. „Það hefur gengið mjög vel,“ sagði hún um dvölina ytra. „Ég var hrædd um að ég myndi gefa eftir með því að vera bara ein á æfingum en mér hefur tekist að halda góðu skipulagi,“ segir Ólafía sem æfir að öllu jöfnu sex sinnum í viku. Allt kostar þetta þó sitt en Ólafía hefur notið stuðnings úr Forskoti, sem er afrekssjóður fyrir íslenska kylfinga. Stofnendur hans eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. „Ég fékk stuðning til að fjármagna þátttöku mína á úrtökumótaröðinni en framhaldið er svo óráðið. Ég veit að það tekur við mun stærri pakki eftir áramót og þá þarf ég meiri stuðning frá fleiri aðilum,“ segir hún en komist hún á Evrópumótaröðina ætlar hún ekki að stóla á vinningsfé til að standa undir kostnaðinum. „Það er aldrei skynsamlegt að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum á mótunum. Þær eyðileggja bara fyrir manni. Það er því betra að vera búinn að klára fjármögnunina fyrst og líta svo allt annað bara sem bónus.“Orðin atvinnukylfingur Hún segir að sér muni standa til boða að taka þátt í minni mótum ef henni tekst ekki að komast í gegnum lokaúrtökumótið. „Í öllu falli er ég búin að gefa frá mér stöðu mína sem áhugamaður og er komin með stöðu atvinnukylfings,“ segir hún. „Ég vonast því til að geta haldið mínu striki.“ Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Um helgina náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að tryggja sér þátttökurétt á lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröð atvinnukylfinga í golfi. Mótið fer fram í Marokkó rétt fyrir jól en þar mun Ólafía Þórunn etja kappi við marga gríðarlega öfluga kylfinga. „Það segir sitt um styrkleika keppenda á úrtökumótunum að sú sem vann síðasta mót [Sophia Popov frá Þýskalandi] er ein sú besta í heimi að mínu mati. Hún spilaði ótrúlega vel,“ segir Ólafía í samtali við Fréttablaðið. Hún endaði sjálf í 25.-26. sæti en alls komust 30 efstu kylfingarnir áfram. „Mér fannst þetta ganga nokkuð vel hjá mér. Inn á milli tók ég rangar ákvarðanir og stressið var byrjað að segja til sín undir lokin. En þá reyndi ég bara að anda djúpt og tala sem mest við mömmu, sem var kylfuberinn minn.“ Ólafía segir að spjallið við mömmu hafi í raun hjálpað mikið til. „Ég bað hana um að segja mér æskusögur og fleira í þeim dúr. Það var ýmislegt gert til að dreifa huganum og mér fannst það virka bara mjög vel. Eftir að ég byrjaði á þessu komst ég í fuglafæri á síðustu fimm holunum,“ segir hún. Hún á von á því að það verði hörð samkeppni á lokaúrtökumótinu. „Það verður bara að duga að drepast enda bara þetta eina mót. Það þarf allt að ganga upp til að komast í gegn og það getur vel gerst í mínu tilfelli eins og hjá einhverjum öðru. Ég mun halda áfram að vera dugleg að æfa, halda rónni og ef það tekst tel ég mig vera í góðum málum.“Eingöngu pitsur og kúskús Hún segir að aðstæður í Marokkó geti verið krefjandi, ekki síst vegna hitans, en reiknar með að völlurinn sem notaður verður í desember verði auðveldari viðureignar en sá sem spilað var á í síðasta móti. „Brautirnar á honum voru afar þröngar og flatirnar litlar. Mér skilst að hinn sé mun opnari og að það verði auðveldara að ná betra skori,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að huga að því sem hún lætur ofan í sig. „Maður verður að borða rétt og passa sérstaklega að drekka ekki vatn úr krananum. Tuttugu manns fengu matareitrun nú síðast og það eyðilagði möguleika sumra á að komast áfram,“ segir Ólafía, sem passaði sig á að borða aðeins á tveimur veitingastöðum sem hún vissi að væru í lagi. „Annar var ítalskur og hinn marokkóskur. Ég skiptist því á að borða pitsur og kúskús. Það var kannski lykillinn að þessu hjá mér,“ sagði hún í léttum dúr.Gengur vel að æfa ein Ólafía lauk háskólanámi í Bandaríkjunum síðastliðið vor og kom heim þegar keppnistímabilið var hafið hér á landi. Hún gerði sér þó lítið fyrir og tryggði sér sigur á Íslandsmeistaramótinu í höggleik í júlí. Hún hélt svo til Þýskalands í haust þar sem hún hefur einbeitt sér að æfingum og undirbúningi fyrir úrtökumótaröðina. „Það hefur gengið mjög vel,“ sagði hún um dvölina ytra. „Ég var hrædd um að ég myndi gefa eftir með því að vera bara ein á æfingum en mér hefur tekist að halda góðu skipulagi,“ segir Ólafía sem æfir að öllu jöfnu sex sinnum í viku. Allt kostar þetta þó sitt en Ólafía hefur notið stuðnings úr Forskoti, sem er afrekssjóður fyrir íslenska kylfinga. Stofnendur hans eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. „Ég fékk stuðning til að fjármagna þátttöku mína á úrtökumótaröðinni en framhaldið er svo óráðið. Ég veit að það tekur við mun stærri pakki eftir áramót og þá þarf ég meiri stuðning frá fleiri aðilum,“ segir hún en komist hún á Evrópumótaröðina ætlar hún ekki að stóla á vinningsfé til að standa undir kostnaðinum. „Það er aldrei skynsamlegt að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum á mótunum. Þær eyðileggja bara fyrir manni. Það er því betra að vera búinn að klára fjármögnunina fyrst og líta svo allt annað bara sem bónus.“Orðin atvinnukylfingur Hún segir að sér muni standa til boða að taka þátt í minni mótum ef henni tekst ekki að komast í gegnum lokaúrtökumótið. „Í öllu falli er ég búin að gefa frá mér stöðu mína sem áhugamaður og er komin með stöðu atvinnukylfings,“ segir hún. „Ég vonast því til að geta haldið mínu striki.“
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira