Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“ Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“
Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00