Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“ Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“
Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00