6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Sama dag og ríkisstjórnin kynnti eina umfangsmestu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar gerði fólk sér ferð á Austurvöll til að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira