6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Sama dag og ríkisstjórnin kynnti eina umfangsmestu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar gerði fólk sér ferð á Austurvöll til að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira