Verkfallið bitnar á öllum nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Rúnar Vilhjálmsson „Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
„Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira