Verkfallið bitnar á öllum nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Rúnar Vilhjálmsson „Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira