62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í heildina hafi gengið vel að aðstoða fólk við leiðréttinguna. Fréttablaðið/anton Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira