Hvað vilja tónlistarkennarar? Anna Rún Atladóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun