Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Ráðist var á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Þrír voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags í næstu viku vegna tveggja árása á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins og lítur árásirnar mjög alvarlegum augum. Í tvígang hefur verið sótt að íbúðarhúsi fulltrúa sýslumannsins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Þá um morguninn voru tveir einstaklingar handteknir í miðbæ Akureyrar grunaðir um aðild að málunum tveimur. Voru mennirnir í annarlegu ástandi og var ekki hægt að hefja yfirheyrslur yfir þeim fyrr en seint á miðvikudeginum.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.Á miðvikudagskvöldinu voru þrír til viðbótar handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Í gær voru þrír af þessum fimm einstaklingum úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 19. nóvember. Allir hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglu og hefur fulltrúi sýslumanns þurft, vinnu sinnar vegna, að vera með mál þeirra á sínum snærum. Því rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið sem árás á opinberan starfsmann. Lögreglan á Akureyri lýsti sig vanhæfa til að fara með málið vegna tengsla við fulltrúa sýslumannsins og því tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókninni miða ágætlega. „Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsóknin er svo sem enn á frumstigi. Við munum fara í það í rólegheitum næstu daga að yfirheyra sakborninga og vitni og gera rannsókn á bifreiðinni sem brann,“ segir Friðrik Smári. Íbúar í nágrenni við staðinn voru skelkaðir þegar þeir sáu bílinn alelda á bílaplaninu um morguninn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sumir íbúarnir haft samband við öryggisfyrirtæki til að láta setja upp öryggiskerfi í íbúðum sínum og margir þeirra hafa yfirfarið læsingar á hurðum og gluggum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Þrír voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags í næstu viku vegna tveggja árása á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins og lítur árásirnar mjög alvarlegum augum. Í tvígang hefur verið sótt að íbúðarhúsi fulltrúa sýslumannsins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Þá um morguninn voru tveir einstaklingar handteknir í miðbæ Akureyrar grunaðir um aðild að málunum tveimur. Voru mennirnir í annarlegu ástandi og var ekki hægt að hefja yfirheyrslur yfir þeim fyrr en seint á miðvikudeginum.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.Á miðvikudagskvöldinu voru þrír til viðbótar handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Í gær voru þrír af þessum fimm einstaklingum úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 19. nóvember. Allir hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglu og hefur fulltrúi sýslumanns þurft, vinnu sinnar vegna, að vera með mál þeirra á sínum snærum. Því rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið sem árás á opinberan starfsmann. Lögreglan á Akureyri lýsti sig vanhæfa til að fara með málið vegna tengsla við fulltrúa sýslumannsins og því tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókninni miða ágætlega. „Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsóknin er svo sem enn á frumstigi. Við munum fara í það í rólegheitum næstu daga að yfirheyra sakborninga og vitni og gera rannsókn á bifreiðinni sem brann,“ segir Friðrik Smári. Íbúar í nágrenni við staðinn voru skelkaðir þegar þeir sáu bílinn alelda á bílaplaninu um morguninn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sumir íbúarnir haft samband við öryggisfyrirtæki til að láta setja upp öryggiskerfi í íbúðum sínum og margir þeirra hafa yfirfarið læsingar á hurðum og gluggum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03
Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21