Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 08:30 Konurnar þrjár hafa allar glímt við kvíðann frá barns- og unglingsaldri og segja brotna sjálfsmynd vera grunnur vandans. Mun fleiri konur en karlar taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi. 24 þúsund Íslendingar fengu ávíað kvíðalyfjum árið 2013 og eru konur 66% þeirra. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar segir að konur á Vesturlöndum séu helmingi líklegri en karlar til að fá ýmsar kvíðaraskanir. Þrjár konur sem allar glíma við kvíðaröskun eru sammála um að áreitið sé gífurlegt í nútímasamfélagi og kröfurnar séu óraunhæfar sem gerðar eru til kvenna, einnig kröfurnar sem þær gera til sjálfra sín. Jóna Heiðdís leitaði sér hjálpar eftir að hafa reynt sjálfsvíg. visir/ErnirJóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 43 ára Jólin voru samviskubitstíminn „Ég var svona átta ára þegar ég fann fyrst fyrir kvíða. Hann ágerðist svo með árunum en vendipunkturinn varð þegar ég gerði sjálfsvígstilraun fyrir rúmum tíu árum. Síðan þá hef ég verið dugleg að leita mér hjálpar og næ að hafa ágæta stjórn á bæði kvíðanum og þunglyndinu. Kvíðinn tengdist fyrst og fremst almennu og daglegu lífi. Ég kveið fyrir öllum athöfnum og einangraði mig töluvert. Ég treysti mér til dæmis aldrei til að fara með börnunum í bingó. Það er kjánalegt að viðurkenna það en ég þorði ekki að hætta á það að vinna eitthvað og þurfa þá að fara upp á svið að sækja verðlaunin. Ég hefði aldrei getað höndlað þá athygli sem því hefði fylgt, bara vegna feimni og óöryggis. Ég fann að kvíðinn jókst gífurlega eftir barneignir því mér fannst ég svo ómöguleg og ekki standast kröfurnar. Þá er ég að tala um kröfur frá umhverfinu um að maður eigi að standa sig og geta allt. Í kjölfarið rífur maður sjálfan sig gríðarlega niður, því maður stenst aldrei samanburðinn. Jólin hafa til dæmis alltaf verið samviskubitstími hjá mér því ég hreinsa ekki út úr skápum, baka ekki þrjátíu sortir og hef ekki allt fullkomið. Mér fannst ég vera að bregðast fólkinu mínu með því að gera þetta ekki allt með vinstri með bros á vör. Einnig fór það alveg með mig að ég kunni ekki að brúna kartöflur og maðurinn minn þurfti að sjá um það, ég var alveg miður mín og þetta varð mikið vandamál. Svo hef ég lært að velja ákveðna hluti í lífinu og sinna þeim eins vel og ég get, en hætta að hugsa um annað. Núna reyni ég að njóta aðventunnar með fólkinu mínu og læt rykið í hornunum ekki pirra mig. Svo finnst mér bara fínt núna að losna við að brúna þessar blessuðu kartöflur.“Nanna hefur glímt við kvíða frá unglingsaldri.vísir/gvaNanna Imsland, 26 ára Umræðan á netinu vekur upp kvíða „Ég varð fyrir einelti í æsku sem hafði mjög slæm áhrif á sjálfstraustið. Ég fór svo að finna fyrir kvíða á unglingsárum sem birtist í ótta við álit annarra og að segja eða gera eitthvað vitlaust. Margir upplifa það á unglingsárum en svo er spurning hvenær það er orðið sjúklegt ástand. Það varð þannig hjá mér á menntaskólaárunum. Þá fór ég út sem skiptinemi en sú ferð endaði með að pabbi þurfti að koma og ná í mig því ég var bara lömuð af kvíða og þunglyndi. Þá viðurkenndi ég vandann fyrir sjálfri mér. Ég hafði átt mjög erfitt með það enda fann ég fyrir fordómum í kringum mig, að kvíði og þunglyndi væri bara aumingjaskapur og þegar maður er svona ungur eigi maður bara að hafa rosa gaman, hitta vinina og stunda félagslíf. Ég er enn að eiga við kvíðann þótt ég nái að hafa betri stjórn á honum. Ég er í námi í dag og kvíðinn birtist helst í frestunaráráttu og einbeitingarörðugleikum. Ég held þetta sé hálfgerð blanda af fullkomnunaráráttu og niðurrifi. Maður vill gera hlutina svo vel og finnur fyrir pressu sem verður manni svo um megn. Þá fer maður að fresta, gera hlutina á síðustu stundu eða hreinlega sleppa þeim. Það á helst við um félagslegar aðstæður. Þar óttast ég að gera eða segja eitthvað vitlaust. Umræðan og samskiptin á samfélagsmiðlunum hjálpa ekki til með öryggið. Fólk er svo fljótt að dæma og notar í mörgum tilfellum ljót orð. Ef það talar svona á netinu, hvernig hugsar það þá um mann? Mörgum finnst skrýtið að ég drekki ekki en ég hef látið áfengi vera að mestu síðustu árin, enda er þynnka algjört eitur í kvíðann.“Tinna fann fyrir auknum kvíða þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn.visir/valliTinna Ævarsdóttir, 35 áraEins og heimurinn farist eftir korter „Kvíðinn tengist mest samskiptum við annað fólk. Ég er oft mjög hrædd um að fólk sé reitt út í mig og ef einhver er önugur í kringum mig ímynda ég mér að hann sé reiður út í mig. Suma daga treysti ég mér ekki í búðir, til dæmis fataverslanir, því ég ímynda mér að starfsfólki finnist ég ekki eiga erindi þangað inn. Þetta hefur mikið með það að gera að ég er með mjög brotna sjálfsmynd og það brýst út svona. Þegar dóttir mín fæddist braust þetta út af fullum krafti. Ég fylltist gífurlegum ótta við að klúðra öllu, það er náttúrulega mikil ábyrgð að annast barn en ég hef bara svo litla trú á sjálfri mér. Það að takast á við svona stórt verkefni varð mér ofviða og ég fylltist lamandi kvíða. Kvíðaköstin sem ég hef fengið í gegnum tíðina lýsa sér þannig að það er eins og heimurinn sé að fara að farast eftir korter, það er algjör hryllingur og þannig leið mér í nokkra daga í einu. Svo fylgir líkaminn með, aukinn hjartsláttur og magaverkir. En ég er á lyfjum í dag sem halda þessum köstum í skefjum. Samfélagið vinnur ekki með manni í þessum málum. Við erum svo grunnhyggin og sífellt verið að fjalla um útlitið. Lífið virðist ganga út á að vinna en fjölskyldan fær að sitja á hakanum. Allt snýst um að vinna, eiga og kaupa á meðan mannlegi parturinn virðist vera búinn að tapast. Ég held að margir með kvíðaröskun hafi undirliggjandi eitthvað í genunum eða kvíðinn sé áunninn frá æsku en það er örugglega mjög einfalt að þróa með sér kvíða í nútímasamfélagi. Fólk gerir svo miklar kröfur til sín, við tölum ekki nógu fallega til okkar sjálfra og erum sífellt að brjóta okkur niður. Við mættum taka okkur á í þeim efnum.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Mun fleiri konur en karlar taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi. 24 þúsund Íslendingar fengu ávíað kvíðalyfjum árið 2013 og eru konur 66% þeirra. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar segir að konur á Vesturlöndum séu helmingi líklegri en karlar til að fá ýmsar kvíðaraskanir. Þrjár konur sem allar glíma við kvíðaröskun eru sammála um að áreitið sé gífurlegt í nútímasamfélagi og kröfurnar séu óraunhæfar sem gerðar eru til kvenna, einnig kröfurnar sem þær gera til sjálfra sín. Jóna Heiðdís leitaði sér hjálpar eftir að hafa reynt sjálfsvíg. visir/ErnirJóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 43 ára Jólin voru samviskubitstíminn „Ég var svona átta ára þegar ég fann fyrst fyrir kvíða. Hann ágerðist svo með árunum en vendipunkturinn varð þegar ég gerði sjálfsvígstilraun fyrir rúmum tíu árum. Síðan þá hef ég verið dugleg að leita mér hjálpar og næ að hafa ágæta stjórn á bæði kvíðanum og þunglyndinu. Kvíðinn tengdist fyrst og fremst almennu og daglegu lífi. Ég kveið fyrir öllum athöfnum og einangraði mig töluvert. Ég treysti mér til dæmis aldrei til að fara með börnunum í bingó. Það er kjánalegt að viðurkenna það en ég þorði ekki að hætta á það að vinna eitthvað og þurfa þá að fara upp á svið að sækja verðlaunin. Ég hefði aldrei getað höndlað þá athygli sem því hefði fylgt, bara vegna feimni og óöryggis. Ég fann að kvíðinn jókst gífurlega eftir barneignir því mér fannst ég svo ómöguleg og ekki standast kröfurnar. Þá er ég að tala um kröfur frá umhverfinu um að maður eigi að standa sig og geta allt. Í kjölfarið rífur maður sjálfan sig gríðarlega niður, því maður stenst aldrei samanburðinn. Jólin hafa til dæmis alltaf verið samviskubitstími hjá mér því ég hreinsa ekki út úr skápum, baka ekki þrjátíu sortir og hef ekki allt fullkomið. Mér fannst ég vera að bregðast fólkinu mínu með því að gera þetta ekki allt með vinstri með bros á vör. Einnig fór það alveg með mig að ég kunni ekki að brúna kartöflur og maðurinn minn þurfti að sjá um það, ég var alveg miður mín og þetta varð mikið vandamál. Svo hef ég lært að velja ákveðna hluti í lífinu og sinna þeim eins vel og ég get, en hætta að hugsa um annað. Núna reyni ég að njóta aðventunnar með fólkinu mínu og læt rykið í hornunum ekki pirra mig. Svo finnst mér bara fínt núna að losna við að brúna þessar blessuðu kartöflur.“Nanna hefur glímt við kvíða frá unglingsaldri.vísir/gvaNanna Imsland, 26 ára Umræðan á netinu vekur upp kvíða „Ég varð fyrir einelti í æsku sem hafði mjög slæm áhrif á sjálfstraustið. Ég fór svo að finna fyrir kvíða á unglingsárum sem birtist í ótta við álit annarra og að segja eða gera eitthvað vitlaust. Margir upplifa það á unglingsárum en svo er spurning hvenær það er orðið sjúklegt ástand. Það varð þannig hjá mér á menntaskólaárunum. Þá fór ég út sem skiptinemi en sú ferð endaði með að pabbi þurfti að koma og ná í mig því ég var bara lömuð af kvíða og þunglyndi. Þá viðurkenndi ég vandann fyrir sjálfri mér. Ég hafði átt mjög erfitt með það enda fann ég fyrir fordómum í kringum mig, að kvíði og þunglyndi væri bara aumingjaskapur og þegar maður er svona ungur eigi maður bara að hafa rosa gaman, hitta vinina og stunda félagslíf. Ég er enn að eiga við kvíðann þótt ég nái að hafa betri stjórn á honum. Ég er í námi í dag og kvíðinn birtist helst í frestunaráráttu og einbeitingarörðugleikum. Ég held þetta sé hálfgerð blanda af fullkomnunaráráttu og niðurrifi. Maður vill gera hlutina svo vel og finnur fyrir pressu sem verður manni svo um megn. Þá fer maður að fresta, gera hlutina á síðustu stundu eða hreinlega sleppa þeim. Það á helst við um félagslegar aðstæður. Þar óttast ég að gera eða segja eitthvað vitlaust. Umræðan og samskiptin á samfélagsmiðlunum hjálpa ekki til með öryggið. Fólk er svo fljótt að dæma og notar í mörgum tilfellum ljót orð. Ef það talar svona á netinu, hvernig hugsar það þá um mann? Mörgum finnst skrýtið að ég drekki ekki en ég hef látið áfengi vera að mestu síðustu árin, enda er þynnka algjört eitur í kvíðann.“Tinna fann fyrir auknum kvíða þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn.visir/valliTinna Ævarsdóttir, 35 áraEins og heimurinn farist eftir korter „Kvíðinn tengist mest samskiptum við annað fólk. Ég er oft mjög hrædd um að fólk sé reitt út í mig og ef einhver er önugur í kringum mig ímynda ég mér að hann sé reiður út í mig. Suma daga treysti ég mér ekki í búðir, til dæmis fataverslanir, því ég ímynda mér að starfsfólki finnist ég ekki eiga erindi þangað inn. Þetta hefur mikið með það að gera að ég er með mjög brotna sjálfsmynd og það brýst út svona. Þegar dóttir mín fæddist braust þetta út af fullum krafti. Ég fylltist gífurlegum ótta við að klúðra öllu, það er náttúrulega mikil ábyrgð að annast barn en ég hef bara svo litla trú á sjálfri mér. Það að takast á við svona stórt verkefni varð mér ofviða og ég fylltist lamandi kvíða. Kvíðaköstin sem ég hef fengið í gegnum tíðina lýsa sér þannig að það er eins og heimurinn sé að fara að farast eftir korter, það er algjör hryllingur og þannig leið mér í nokkra daga í einu. Svo fylgir líkaminn með, aukinn hjartsláttur og magaverkir. En ég er á lyfjum í dag sem halda þessum köstum í skefjum. Samfélagið vinnur ekki með manni í þessum málum. Við erum svo grunnhyggin og sífellt verið að fjalla um útlitið. Lífið virðist ganga út á að vinna en fjölskyldan fær að sitja á hakanum. Allt snýst um að vinna, eiga og kaupa á meðan mannlegi parturinn virðist vera búinn að tapast. Ég held að margir með kvíðaröskun hafi undirliggjandi eitthvað í genunum eða kvíðinn sé áunninn frá æsku en það er örugglega mjög einfalt að þróa með sér kvíða í nútímasamfélagi. Fólk gerir svo miklar kröfur til sín, við tölum ekki nógu fallega til okkar sjálfra og erum sífellt að brjóta okkur niður. Við mættum taka okkur á í þeim efnum.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira