Systrabörn fædd fyrir tímann sömu nótt Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Drífa Baldursdóttir ásamt dætrum sínum, Hildi Arneyju og Jóhönnu Karen. Sömu nótt og Hildur fæddist þann 14. febrúar 2005 fæddi systir Drífu barn fyrir tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira