Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira