Ný skuldakreppa í kjölfar olíuverðfalls Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Olíuvinnsla í Bandaríkjunum. Hugað að dælistöð þar sem Encana Oil & Gas vinnur olíu með niðurdælingu við Rifle í Colorado í Bandaríkjunum. Lækkandi olíuverð ógnar áætlunum olíuvinnslufyrirtækja sem lagt hafa í mikinn tilkostnað og lántökur til að vinna olíu með niðurdælingu. Fréttablaðið/AP Verð á hráolíu er enn undir 80 Bandaríkjadölum tunnan og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Alþjóðaorkustofnunin hefur sagt líklegt að olíuverð haldi áfram að lækka. Verðlækkun þessa árs, sem hófst í sumar, nemur nú um 30 prósentum. Verðlækkun í afleiðuviðskiptum með hráolíu í Kauphöllinni í New York, sem sjá má hér til hliðar, nemur 24 prósentum frá því í ágústbyrjun. Í umfjöllun fréttavefs Deutsche Welle í gær kemur fram að fulltrúar Rússa og Venesúelamanna hafi fundað um leiðir til þess að snúa þróuninni við, enda hafi lágt verð olíu skaðleg áhrif á efnahag landanna. Haft er eftir Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa, að viðræður séu í gangi við nokkur lönd sem framleiði olíu. Olíuverð er hins vegar ólíklegt til þess að hækka á ný nema að olíuframleiðsluríki heims taki sig saman um að draga úr framleiðslu sinni. Deutsche Welle hefur eftir greinendum í Rússlandi og Venesúela að einhverjir telji Sádí-Arabíu og Bandaríkin hafa tekið höndum saman um að keyra niður olíuverð. Ali al Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Araba, hefur hins vegar slegið á allar getgátur í þá veru og segir olíuverð bara stjórnast af framboði og eftirspurn, enginn vilji sé til þess að beita olíuverði í pólitísku sjónarspili. Lækkandi olíuverð kemur sér enda líka illa fyrir Bandaríkin þar sem vinnslufyrirtæki hafa lagt í miklar fjárfestingar í olíuvinnslu með niðurdælingu gass. Tregða OPEC-ríkjanna til að draga úr framleiðslu kunni líka að ráðast af vilja til að veikja keppinauta í olíuframleiðslu í Bandaríkjunum. Olía sem unnin er með niðurdælingu hefur náð allstórum hluta af olíumarkaði síðustu ár, en dýrari vinnsla olíunnar með þeim hætti kallar á hærra olíuverð. Í nýlegri umfjöllun The Telegraph er bent á að álagsprófanir Deutsche Bank á lántakendur í orkugeiranum í Bandaríkjunum bendi til þess að færi hráolíuverð niður í 60 dali á tunnuna væri orðið hætt við nýrri skuldakrísu vestra, með niðurfærslum lánshæfismats. Slík atburðarás hefði svo einnig áhrif út fyrir Bandaríkin. Deutsche Welle hefur eftir heimildarmönnum sínum að fulltrúar Sádi-Arabíu og fleiri innan OPEC hafi á fundum með fulltrúum Rússlands og Venesúela gefið í skyn að Sádi-Arabar væru tilbúnir að þola hráolíuverð á bilinu 70 til 80 dali á tunnuna í allt að því ár í viðbót.Lægra olíuverð skilar sér misvelLækkandi verð á olíu er líklegt til að endurspeglast í lægri flugfargjöldum um leið og þotueldsneyti lækkar, höfðu bæði Viðskiptablaðið og Morgunblaðið eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, á þriðjudag.Lækkanirnar hafa hins vegar skilað sér hægar inn í verð á bensíni og dísilolíu hér á landi vegna aukinnar álagningar.Í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er bent á að meðalkostnaður neytenda vegna álagningar, flutnings og dreifingar á bifreiðaeldsneyti hafi í október verið umtalsvert hærri en meðalkostnaður á árinu.Þetta hafi gerst þrátt fyrir að hráolíuverð hefði þá þegar lækkað um 20 prósent á heimsmarkaði. FÍB segir aukna álagningu í október hafa kostað neytendur yfir 100 milljónir króna í mánuðinum.„Meðaltalan yfir fyrstu 10 mánuðina 2014, uppreiknuð til verðlags í október, á bensínlítra er 38,50 krónur og 39,04 á hvern dísilolíulítra. Í október fór álagning og flutningur á hvern bensínlítra í 41,25 krónur og 43,30 krónur af dísilolíulítranum,“ segir í umfjöllun FÍB. Fréttaskýringar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á hráolíu er enn undir 80 Bandaríkjadölum tunnan og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Alþjóðaorkustofnunin hefur sagt líklegt að olíuverð haldi áfram að lækka. Verðlækkun þessa árs, sem hófst í sumar, nemur nú um 30 prósentum. Verðlækkun í afleiðuviðskiptum með hráolíu í Kauphöllinni í New York, sem sjá má hér til hliðar, nemur 24 prósentum frá því í ágústbyrjun. Í umfjöllun fréttavefs Deutsche Welle í gær kemur fram að fulltrúar Rússa og Venesúelamanna hafi fundað um leiðir til þess að snúa þróuninni við, enda hafi lágt verð olíu skaðleg áhrif á efnahag landanna. Haft er eftir Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa, að viðræður séu í gangi við nokkur lönd sem framleiði olíu. Olíuverð er hins vegar ólíklegt til þess að hækka á ný nema að olíuframleiðsluríki heims taki sig saman um að draga úr framleiðslu sinni. Deutsche Welle hefur eftir greinendum í Rússlandi og Venesúela að einhverjir telji Sádí-Arabíu og Bandaríkin hafa tekið höndum saman um að keyra niður olíuverð. Ali al Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Araba, hefur hins vegar slegið á allar getgátur í þá veru og segir olíuverð bara stjórnast af framboði og eftirspurn, enginn vilji sé til þess að beita olíuverði í pólitísku sjónarspili. Lækkandi olíuverð kemur sér enda líka illa fyrir Bandaríkin þar sem vinnslufyrirtæki hafa lagt í miklar fjárfestingar í olíuvinnslu með niðurdælingu gass. Tregða OPEC-ríkjanna til að draga úr framleiðslu kunni líka að ráðast af vilja til að veikja keppinauta í olíuframleiðslu í Bandaríkjunum. Olía sem unnin er með niðurdælingu hefur náð allstórum hluta af olíumarkaði síðustu ár, en dýrari vinnsla olíunnar með þeim hætti kallar á hærra olíuverð. Í nýlegri umfjöllun The Telegraph er bent á að álagsprófanir Deutsche Bank á lántakendur í orkugeiranum í Bandaríkjunum bendi til þess að færi hráolíuverð niður í 60 dali á tunnuna væri orðið hætt við nýrri skuldakrísu vestra, með niðurfærslum lánshæfismats. Slík atburðarás hefði svo einnig áhrif út fyrir Bandaríkin. Deutsche Welle hefur eftir heimildarmönnum sínum að fulltrúar Sádi-Arabíu og fleiri innan OPEC hafi á fundum með fulltrúum Rússlands og Venesúela gefið í skyn að Sádi-Arabar væru tilbúnir að þola hráolíuverð á bilinu 70 til 80 dali á tunnuna í allt að því ár í viðbót.Lægra olíuverð skilar sér misvelLækkandi verð á olíu er líklegt til að endurspeglast í lægri flugfargjöldum um leið og þotueldsneyti lækkar, höfðu bæði Viðskiptablaðið og Morgunblaðið eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, á þriðjudag.Lækkanirnar hafa hins vegar skilað sér hægar inn í verð á bensíni og dísilolíu hér á landi vegna aukinnar álagningar.Í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er bent á að meðalkostnaður neytenda vegna álagningar, flutnings og dreifingar á bifreiðaeldsneyti hafi í október verið umtalsvert hærri en meðalkostnaður á árinu.Þetta hafi gerst þrátt fyrir að hráolíuverð hefði þá þegar lækkað um 20 prósent á heimsmarkaði. FÍB segir aukna álagningu í október hafa kostað neytendur yfir 100 milljónir króna í mánuðinum.„Meðaltalan yfir fyrstu 10 mánuðina 2014, uppreiknuð til verðlags í október, á bensínlítra er 38,50 krónur og 39,04 á hvern dísilolíulítra. Í október fór álagning og flutningur á hvern bensínlítra í 41,25 krónur og 43,30 krónur af dísilolíulítranum,“ segir í umfjöllun FÍB.
Fréttaskýringar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira