Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr var dæmdur fyrir að leka minnisblaði og fékk greinargerð sem hann átti ekki rétt á frá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um. Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um.
Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira