Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2014 07:00 Íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Aron Pálmarsson, Rúnar Kárason, Sverre Jakobsson, Kári Kristjánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í varnarvegg í leik á móti Dönum á EM. Vísir/Daníel Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. Þetta hefur verið einn skrípaleikur frá upphafi til enda þar sem reglum hefur verið breytt eftir hentisemi. Svörin frá IHF á þessum tíma hafa verið algjör brandari og feluleikur sambandsins engu betri en hjá meðal grunnskólabekk.Ekki svona einfalt IHF hefur breytt HM í Katar í farsa sem enginn ætti í raun að taka þátt í, því á meðan allir taka upp sitt hljóðfæri, hvort sem þeir vilja það eða ekki, og spila með, heldur yfirtrúðurinn Hassan Moustafa áfram að stjórna þessari spilltu sinfóníuhljómsveit. En málið er því miður ekki svo einfalt. Það er erfitt, og í raun ógerlegt, fyrir Handknattleikssamband Íslands að ætla að berjast á móti þessu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði fyrir fund IHF á föstudaginn að hann myndi alltaf þiggja sætið og bar við að sú ákvörðun snerist aðallega um möguleika Íslands á að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Og skyldi engan undra. Íslenska handboltahreyfingin, landsliðið og HSÍ, eru ekki í neinni aðstöðu til að hafna þessu sæti á HM á grundvelli fjármagns eða mögulegra styrkja. Skammarlega lítil fjárútlát ríkisins til íþróttaafreksmanna á landinu einfaldlega leyfa HSÍ ekki að vera litli maðurinn sem stendur uppi á móti valdinu.Engar 50 milljónir nú Stór hluti styrkveitinga til afreksmanna á Íslandi er beintengdur Ólympíuleikunum eða miðast við undirbúning fyrir þá með einum hætti eða öðrum. Það er ekki bara að HSÍ vilji komast á ÓL því þar vilja allir vera, heldur vill HSÍ koma liðinu á Ólympíuleikana til þess að eiga möguleika á mikilvægum styrkjum og fá peninga inn í hreyfinguna sem geta í raun og veru rekið það sem við höfum kallað þjóðaríþróttina undanfarna áratugi. Gleymum því ekki að ein stærsta styrkveiting í sögu HSÍ barst eftir Ólympíuleikana í Peking 2008 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi mennta- og íþróttamálaráðherra, styrkti sambandið um 50 milljónir króna. Svoleiðis peninga lætur handboltahreyfingin sig vanalega bara dreyma um. Það gerðist líka korteri fyrir hrun þegar bankarnir spiluðu Matador með peninga sem þeir áttu ekki og menn borðuðu heilgrilluð svín með gullflögum. Þó Ísland myndi sigra á Ólympíuleikunum í Ríó fengi HSÍ ekki 50 milljóna króna styrk í dag.Ekki í bragð í munni Það var léttir að heyra Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, segja í viðtali við ríkismiðilinn að honum væri alveg sama um hvernig strákarnir kæmust á HM. Alveg eins og að vera varamaður í leik, var Ísland varaþjóð inn á HM og tekur sitt sæti þegar það gefst. Því verður að halda til haga að Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópu inn. Við þurfum ekki að fara til Katar með óbragð í munni. Það þurfa Þjóðverjar aftur á móti að gera. Þetta þýðir samt ekki að allt sé í himnalagi; allt gleymt og grafið. Enn einu sinni hefur Hassan Moustafa sýnt okkur hvernig maður hann er og stóra markmið handboltans á heimsvísu á að vera að koma honum frá völdum.Ævintýri enn gerast? En hver veit svo nema strákarnir okkar skrifi álíka ævintýri og Danir gerðu á EM í fótbolta 1992 þegar liðið komst bakdyramegin inn og stóð uppi sem meistari. Þá þótti það töff að varaþjóð hefði staðið uppi sem Evrópumeistari; skemmtileg saga til að segja barnabörnunum. Sé einhver að skrifa handritið að bíómyndinni núna mætir Ísland auðvitað Þjóðverjum í úrslitaleik á mótinu eins og Danir gerðu 1992. Þjóðverjar, þjóðin sem IHF bjó til þennan farsa í kringum með ekkert nema dollaramerki í augunum – að vinna þá í Katar yrði ljóðrænt réttlæti í meira lagi. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld. 21. nóvember 2014 22:07 HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Guðmundur B. Ólafsson: Verið að markaðsvæða íþróttina Markaðsvæðing réði úrslitum þegar Þýskaland var tekið fram yfir Ísland til að taka sæti Ástrala á HM í handbolta á næsta ári sem fer fram í Katar. 24. september 2014 18:55 Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30 Voru Þjóðverjar öryggir með sæti á HM fyrir umspilið? Þýskaland var fyrsta landsliðið sem fékk "gefins" sæti á HM í handbolta í Katar en síðan hafa Ísland og Sádí-Arabía einnig komist bakdyramegin inn á Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar næstkomandi. 24. nóvember 2014 10:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50 Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var að sambandið hefði ákveðið að kæra ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM til dómstóls sambandsins. Aðeins fjórir mánuðir eru til stefnu en þetta er líklegast fyrsta skrefið enda mun HSÍ líklegast þurfa að fara með málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn í Lausanne í Sviss sem tók fyrir málefni Luis Suárez í sumar. 11. september 2014 06:15 Formaður HSÍ: Möguleikar okkar hafa aukist | Eru Ungverjaland og Serbía framar en Ísland í röðinni? Hringavitleysan í kringum HM í Katar heldur áfram, en ekki er loku fyrir það skotið að Ísland verði með eftir allt saman. 9. nóvember 2014 09:00 Einar: Höfum ekkert heyrt frá IHF HSÍ hefur hvorki heyrt frá Alþjóða handknattleikssambandinu (IHF) né Evrópska handknattleikssambandinu (EHF) en þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ við Vísi rétt í þessu. 21. ágúst 2014 12:00 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 HSÍ kærir til dómstóls IHF Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér í dag tilkynningu þar sem fram kom að HSÍ hefur höfðað mál fyrir dómstól Alþjóða handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun IHF um að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar. 10. september 2014 16:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 Formaður HSÍ: Dómstólaleiðin kemur enn til greina Formaður og varamaður HSÍ sátu fund með Hassan Moustafa, formanni Alþjóða handknattleikssambandsins, í dag. 6. ágúst 2014 14:56 HSÍ ætlar ekki að gefa eftir Von er á opinberri yfirlýsingu frá Handknattleikssambandi Íslands á morgun vegna ákvörðunar IHF að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Katar í upphafi næsta árs. IHF ákvað að draga Ástralíu úr leik og úthluta Þýskalandi sætinu þrátt fyrir að EHF hefði tilkynnt HSÍ að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á mótið. 10. september 2014 06:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Ungverjar og Svíar mjög ósáttir með að Ísland fékk HM-sætið Ísland fékk sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins á föstudaginn en þeirri ákvörðun var ekki fagnað í Svíþjóð og Ungverjalandi. 24. nóvember 2014 09:00 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. Þetta hefur verið einn skrípaleikur frá upphafi til enda þar sem reglum hefur verið breytt eftir hentisemi. Svörin frá IHF á þessum tíma hafa verið algjör brandari og feluleikur sambandsins engu betri en hjá meðal grunnskólabekk.Ekki svona einfalt IHF hefur breytt HM í Katar í farsa sem enginn ætti í raun að taka þátt í, því á meðan allir taka upp sitt hljóðfæri, hvort sem þeir vilja það eða ekki, og spila með, heldur yfirtrúðurinn Hassan Moustafa áfram að stjórna þessari spilltu sinfóníuhljómsveit. En málið er því miður ekki svo einfalt. Það er erfitt, og í raun ógerlegt, fyrir Handknattleikssamband Íslands að ætla að berjast á móti þessu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði fyrir fund IHF á föstudaginn að hann myndi alltaf þiggja sætið og bar við að sú ákvörðun snerist aðallega um möguleika Íslands á að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Og skyldi engan undra. Íslenska handboltahreyfingin, landsliðið og HSÍ, eru ekki í neinni aðstöðu til að hafna þessu sæti á HM á grundvelli fjármagns eða mögulegra styrkja. Skammarlega lítil fjárútlát ríkisins til íþróttaafreksmanna á landinu einfaldlega leyfa HSÍ ekki að vera litli maðurinn sem stendur uppi á móti valdinu.Engar 50 milljónir nú Stór hluti styrkveitinga til afreksmanna á Íslandi er beintengdur Ólympíuleikunum eða miðast við undirbúning fyrir þá með einum hætti eða öðrum. Það er ekki bara að HSÍ vilji komast á ÓL því þar vilja allir vera, heldur vill HSÍ koma liðinu á Ólympíuleikana til þess að eiga möguleika á mikilvægum styrkjum og fá peninga inn í hreyfinguna sem geta í raun og veru rekið það sem við höfum kallað þjóðaríþróttina undanfarna áratugi. Gleymum því ekki að ein stærsta styrkveiting í sögu HSÍ barst eftir Ólympíuleikana í Peking 2008 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi mennta- og íþróttamálaráðherra, styrkti sambandið um 50 milljónir króna. Svoleiðis peninga lætur handboltahreyfingin sig vanalega bara dreyma um. Það gerðist líka korteri fyrir hrun þegar bankarnir spiluðu Matador með peninga sem þeir áttu ekki og menn borðuðu heilgrilluð svín með gullflögum. Þó Ísland myndi sigra á Ólympíuleikunum í Ríó fengi HSÍ ekki 50 milljóna króna styrk í dag.Ekki í bragð í munni Það var léttir að heyra Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, segja í viðtali við ríkismiðilinn að honum væri alveg sama um hvernig strákarnir kæmust á HM. Alveg eins og að vera varamaður í leik, var Ísland varaþjóð inn á HM og tekur sitt sæti þegar það gefst. Því verður að halda til haga að Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópu inn. Við þurfum ekki að fara til Katar með óbragð í munni. Það þurfa Þjóðverjar aftur á móti að gera. Þetta þýðir samt ekki að allt sé í himnalagi; allt gleymt og grafið. Enn einu sinni hefur Hassan Moustafa sýnt okkur hvernig maður hann er og stóra markmið handboltans á heimsvísu á að vera að koma honum frá völdum.Ævintýri enn gerast? En hver veit svo nema strákarnir okkar skrifi álíka ævintýri og Danir gerðu á EM í fótbolta 1992 þegar liðið komst bakdyramegin inn og stóð uppi sem meistari. Þá þótti það töff að varaþjóð hefði staðið uppi sem Evrópumeistari; skemmtileg saga til að segja barnabörnunum. Sé einhver að skrifa handritið að bíómyndinni núna mætir Ísland auðvitað Þjóðverjum í úrslitaleik á mótinu eins og Danir gerðu 1992. Þjóðverjar, þjóðin sem IHF bjó til þennan farsa í kringum með ekkert nema dollaramerki í augunum – að vinna þá í Katar yrði ljóðrænt réttlæti í meira lagi.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld. 21. nóvember 2014 22:07 HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Guðmundur B. Ólafsson: Verið að markaðsvæða íþróttina Markaðsvæðing réði úrslitum þegar Þýskaland var tekið fram yfir Ísland til að taka sæti Ástrala á HM í handbolta á næsta ári sem fer fram í Katar. 24. september 2014 18:55 Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30 Voru Þjóðverjar öryggir með sæti á HM fyrir umspilið? Þýskaland var fyrsta landsliðið sem fékk "gefins" sæti á HM í handbolta í Katar en síðan hafa Ísland og Sádí-Arabía einnig komist bakdyramegin inn á Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar næstkomandi. 24. nóvember 2014 10:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50 Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var að sambandið hefði ákveðið að kæra ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM til dómstóls sambandsins. Aðeins fjórir mánuðir eru til stefnu en þetta er líklegast fyrsta skrefið enda mun HSÍ líklegast þurfa að fara með málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn í Lausanne í Sviss sem tók fyrir málefni Luis Suárez í sumar. 11. september 2014 06:15 Formaður HSÍ: Möguleikar okkar hafa aukist | Eru Ungverjaland og Serbía framar en Ísland í röðinni? Hringavitleysan í kringum HM í Katar heldur áfram, en ekki er loku fyrir það skotið að Ísland verði með eftir allt saman. 9. nóvember 2014 09:00 Einar: Höfum ekkert heyrt frá IHF HSÍ hefur hvorki heyrt frá Alþjóða handknattleikssambandinu (IHF) né Evrópska handknattleikssambandinu (EHF) en þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ við Vísi rétt í þessu. 21. ágúst 2014 12:00 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 HSÍ kærir til dómstóls IHF Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér í dag tilkynningu þar sem fram kom að HSÍ hefur höfðað mál fyrir dómstól Alþjóða handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun IHF um að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar. 10. september 2014 16:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 Formaður HSÍ: Dómstólaleiðin kemur enn til greina Formaður og varamaður HSÍ sátu fund með Hassan Moustafa, formanni Alþjóða handknattleikssambandsins, í dag. 6. ágúst 2014 14:56 HSÍ ætlar ekki að gefa eftir Von er á opinberri yfirlýsingu frá Handknattleikssambandi Íslands á morgun vegna ákvörðunar IHF að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Katar í upphafi næsta árs. IHF ákvað að draga Ástralíu úr leik og úthluta Þýskalandi sætinu þrátt fyrir að EHF hefði tilkynnt HSÍ að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á mótið. 10. september 2014 06:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Ungverjar og Svíar mjög ósáttir með að Ísland fékk HM-sætið Ísland fékk sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins á föstudaginn en þeirri ákvörðun var ekki fagnað í Svíþjóð og Ungverjalandi. 24. nóvember 2014 09:00 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld. 21. nóvember 2014 22:07
HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30
Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20
Guðmundur B. Ólafsson: Verið að markaðsvæða íþróttina Markaðsvæðing réði úrslitum þegar Þýskaland var tekið fram yfir Ísland til að taka sæti Ástrala á HM í handbolta á næsta ári sem fer fram í Katar. 24. september 2014 18:55
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30
Voru Þjóðverjar öryggir með sæti á HM fyrir umspilið? Þýskaland var fyrsta landsliðið sem fékk "gefins" sæti á HM í handbolta í Katar en síðan hafa Ísland og Sádí-Arabía einnig komist bakdyramegin inn á Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar næstkomandi. 24. nóvember 2014 10:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50
Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var að sambandið hefði ákveðið að kæra ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM til dómstóls sambandsins. Aðeins fjórir mánuðir eru til stefnu en þetta er líklegast fyrsta skrefið enda mun HSÍ líklegast þurfa að fara með málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn í Lausanne í Sviss sem tók fyrir málefni Luis Suárez í sumar. 11. september 2014 06:15
Formaður HSÍ: Möguleikar okkar hafa aukist | Eru Ungverjaland og Serbía framar en Ísland í röðinni? Hringavitleysan í kringum HM í Katar heldur áfram, en ekki er loku fyrir það skotið að Ísland verði með eftir allt saman. 9. nóvember 2014 09:00
Einar: Höfum ekkert heyrt frá IHF HSÍ hefur hvorki heyrt frá Alþjóða handknattleikssambandinu (IHF) né Evrópska handknattleikssambandinu (EHF) en þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ við Vísi rétt í þessu. 21. ágúst 2014 12:00
Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53
Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00
HSÍ kærir til dómstóls IHF Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér í dag tilkynningu þar sem fram kom að HSÍ hefur höfðað mál fyrir dómstól Alþjóða handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun IHF um að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar. 10. september 2014 16:20
Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27
Formaður HSÍ: Dómstólaleiðin kemur enn til greina Formaður og varamaður HSÍ sátu fund með Hassan Moustafa, formanni Alþjóða handknattleikssambandsins, í dag. 6. ágúst 2014 14:56
HSÍ ætlar ekki að gefa eftir Von er á opinberri yfirlýsingu frá Handknattleikssambandi Íslands á morgun vegna ákvörðunar IHF að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Katar í upphafi næsta árs. IHF ákvað að draga Ástralíu úr leik og úthluta Þýskalandi sætinu þrátt fyrir að EHF hefði tilkynnt HSÍ að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á mótið. 10. september 2014 06:00
Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30
IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56
Ungverjar og Svíar mjög ósáttir með að Ísland fékk HM-sætið Ísland fékk sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins á föstudaginn en þeirri ákvörðun var ekki fagnað í Svíþjóð og Ungverjalandi. 24. nóvember 2014 09:00
Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35