Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 06:00 Aron Kristjánsson er þjálfari íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik. Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik.
Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira