Erlent

Piparúða beitt til að ná tökum

Mótmælin í Hong Kong standa enn og þurfti lögreglan meðal annars að nota piparúða til að hafa tök á aðstæðum.
Mótmælin í Hong Kong standa enn og þurfti lögreglan meðal annars að nota piparúða til að hafa tök á aðstæðum. nordicphotos/afp
Lögreglan í Hong Kong þurfti að hafa sig alla við til að halda mótmælendum í skefjum í gær í hverfinu Mongkok. Mótmælin hafa nú staðið í um það bil tvo mánuði, eða síðan frá því í lok september.

Mikill órói var í Hong Kong í gær og voru um áttatíu manns handteknir. Lögreglan beitti meðal annars piparúða til þess að reyna að ná tökum á þessum mikla óróa sem skapaðist.

Girðingar sem notaðar eru til þess að halda mótmælendum í skefjum tókust á loft og má segja að ástandið sé mjög slæmt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×