Þetta er…fínt Björn Teitsson skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Tónlist Yfir hafið Uniimog Sena Uniimog er hliðarverkefni þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, sem eru líklega þekktastir fyrir að vera meðlimir reggísveitarinnar Hjálma. Þeir félagar hafa undanfarin misseri verið uppteknir á tónleikaferðalagi um víða veröld með Ásgeiri Trausta, yngri bróður Þorsteins. Breiðskífan Yfir hafið er sú fyrsta sem gefin er út undir nafni Uniimog og er afrakstur spileríisstundanna milli stríðanna á tónleikaferðalaginu. Þorsteinn og Guðmundur þurftu ekki að leita langt eftir liðsauka í stúdíói, þeirra nánustu vinir og vandamenn nokkurn veginn sú klíka sem hefur staðið á bak við alla vinsæla tónlist á Íslandi undanfarinn áratug. Meira að segja Ásgeir Trausti leggur þeim lið á plötunni en auk hans má minnast á aðstoðarkokka á borð við Sigurð Guðmundsson, Samúel Jón Samúelsson, Kristin Snæ Agnarsson, Óskar Guðjónsson og fleiri lumbersexual menn sem gætu leikið í Geysisauglýsingum. Helsti kostur plötunnar er fyrst og fremst góður andi sem virðist svífa yfir henni. Maður fær á tilfinninguna að upptökur hafi verið skemmtilegar, þarna eru gamlir vinir að hittast til að skemmta sér og djamma saman. Sem á reyndar við um flest sem þessi hópur sendir frá sér, það verður bókstaflega allt að gulli sem hann snertir. Það á nú þegar við um að minnsta kosti tvö lög á plötunni Yfir hafið. Titillag plötunnar hefur fengið mikla spilun á útvarpsstöðvum og það sama má segja um lagið Adam átti 7. Þau lög eru reyndar þokkalega einkennandi fyrir plötuna, létt popp með stöku diskótakti og takkafikti. Lögin á plötunni, sem eru öll nema eitt eftir Þorstein, eru því ákveðin tilraun í einhverju framandi – að minnsta kosti einhverju öðru en reggí, eins öfugsnúið og það hljómar.Hljómsveitin Uniimog.Og þetta er allt saman bara…fínt. Þetta er ágætt. Þetta truflar engan. Þetta er tónlist sem hljómar á Bylgjunni og þú heyrir hana í Bónus án þess þó að heyra hana. Það er ákveðið andleysi sem einkennir lagasmíðarnar. Sérstaklega í þeim tveimur lögum sem hafa fengið mesta spilun, einhvers konar „adult contemporary“ tónlist sem David Guetta komst með puttana í og skildi eftir synþaflóð í miðjunni. Diskósándið nær helst flugi í laginu „Segðu já“ en þar er ágætis italo-taktur í gangi. Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lágstemmdustu. Í „Eins og þú“ fær falsetturödd Þorsteins virkilega að njóta sín og þar er einnig að finna langframbærilegasta texta plötunnar. „Hegðun skýja um vetur“ er angurvær ballaða sem gæti allt eins verið eftir franska dúettinn Air (á góðan hátt). Síðasta lag plötunnar, „Vetrarhríð“, er fínn svanasöngur þar sem flutt er ljóð Braga Björnssonar frá Surtsstöðum. „Íslenska“ þjóðlagaformið leikur greinilega í höndum Uniimog.Niðurstaða:Hnökralaus flutningur á lagasmíðum sem einkennast því miður af meðalmennsku. Diskó er feitasta listformið og framkoman við diskóið á að vera eftir því. Fínir sprettir inn á milli en þessir piltar geta betur. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Yfir hafið Uniimog Sena Uniimog er hliðarverkefni þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, sem eru líklega þekktastir fyrir að vera meðlimir reggísveitarinnar Hjálma. Þeir félagar hafa undanfarin misseri verið uppteknir á tónleikaferðalagi um víða veröld með Ásgeiri Trausta, yngri bróður Þorsteins. Breiðskífan Yfir hafið er sú fyrsta sem gefin er út undir nafni Uniimog og er afrakstur spileríisstundanna milli stríðanna á tónleikaferðalaginu. Þorsteinn og Guðmundur þurftu ekki að leita langt eftir liðsauka í stúdíói, þeirra nánustu vinir og vandamenn nokkurn veginn sú klíka sem hefur staðið á bak við alla vinsæla tónlist á Íslandi undanfarinn áratug. Meira að segja Ásgeir Trausti leggur þeim lið á plötunni en auk hans má minnast á aðstoðarkokka á borð við Sigurð Guðmundsson, Samúel Jón Samúelsson, Kristin Snæ Agnarsson, Óskar Guðjónsson og fleiri lumbersexual menn sem gætu leikið í Geysisauglýsingum. Helsti kostur plötunnar er fyrst og fremst góður andi sem virðist svífa yfir henni. Maður fær á tilfinninguna að upptökur hafi verið skemmtilegar, þarna eru gamlir vinir að hittast til að skemmta sér og djamma saman. Sem á reyndar við um flest sem þessi hópur sendir frá sér, það verður bókstaflega allt að gulli sem hann snertir. Það á nú þegar við um að minnsta kosti tvö lög á plötunni Yfir hafið. Titillag plötunnar hefur fengið mikla spilun á útvarpsstöðvum og það sama má segja um lagið Adam átti 7. Þau lög eru reyndar þokkalega einkennandi fyrir plötuna, létt popp með stöku diskótakti og takkafikti. Lögin á plötunni, sem eru öll nema eitt eftir Þorstein, eru því ákveðin tilraun í einhverju framandi – að minnsta kosti einhverju öðru en reggí, eins öfugsnúið og það hljómar.Hljómsveitin Uniimog.Og þetta er allt saman bara…fínt. Þetta er ágætt. Þetta truflar engan. Þetta er tónlist sem hljómar á Bylgjunni og þú heyrir hana í Bónus án þess þó að heyra hana. Það er ákveðið andleysi sem einkennir lagasmíðarnar. Sérstaklega í þeim tveimur lögum sem hafa fengið mesta spilun, einhvers konar „adult contemporary“ tónlist sem David Guetta komst með puttana í og skildi eftir synþaflóð í miðjunni. Diskósándið nær helst flugi í laginu „Segðu já“ en þar er ágætis italo-taktur í gangi. Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lágstemmdustu. Í „Eins og þú“ fær falsetturödd Þorsteins virkilega að njóta sín og þar er einnig að finna langframbærilegasta texta plötunnar. „Hegðun skýja um vetur“ er angurvær ballaða sem gæti allt eins verið eftir franska dúettinn Air (á góðan hátt). Síðasta lag plötunnar, „Vetrarhríð“, er fínn svanasöngur þar sem flutt er ljóð Braga Björnssonar frá Surtsstöðum. „Íslenska“ þjóðlagaformið leikur greinilega í höndum Uniimog.Niðurstaða:Hnökralaus flutningur á lagasmíðum sem einkennast því miður af meðalmennsku. Diskó er feitasta listformið og framkoman við diskóið á að vera eftir því. Fínir sprettir inn á milli en þessir piltar geta betur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira