Önnur orðsending til íslenskra karlmanna Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun