Markverðirnir stórbæta sig í atvinnumennskunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Ingvar Jónsson var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og heldur nú út í atvinnumennsku. Fréttablaðið/Vilhelm Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira