Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun