Andrúmsloftið létt við tökur á Get Santa Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. desember 2014 18:30 Hera, lengst til vinstri, ásamt leikurum Get Santa á frumsýningu myndarinnar í London á mánudag. „Þetta var bara mjög skemmtilegt, þetta er fyrsta jólagamanmyndin sem ég tek þátt í og andrúmsloftið í tökum var mjög létt og líflegt,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona um kvikmyndina Get Santa sem var frumsýnd í London síðastliðinn sunnudag. Hera leikur eitt af hlutverkunum í myndinni, sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jólunum þegar þeir finna jólasveininn sofandi í bílskúrnum sínum. „Þetta var líka algjört hópverkefni, mjög „óegósentrískt“ á alla kanta þar sem markmiðið var augljóslega að gera skemmtilega jólamynd saman. Það getur auðvitað verið mismunandi hvernig stemning myndast í tökum en leikstjórinn Chris Smith skapaði afar skemmtilegt og afslappað andrúmsloft og kom líka leikarahópnum vel saman þannig að við eyddum miklum tíma saman fyrir utan tökur,“ segir Hera. „Nú gerist myndin í London en við tókum mikið upp í Leeds því í myndinni eru alls konar bílaeltingaleikir til dæmis sem einfaldara er að gera þar en í London.“ Hera var geislandi á rauða dreglinum á mánudegi ásamt stjörnum myndarinnar, Warwick Davis, Jim Broadbent, Rafe Spall og hreindýrinu Dasher. En er Warwick Davis jafn leiðinlegur og í þáttunum Life's Too Short, þar sem hann á að leika sjálfan sig? „Ég get ekki sagt það. Það sem ég hef af honum að segja og þekki er bara allt mjög gott. Hann er líka mjög fyndinn í myndinni.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Heru eins og þriðja sería af Da Vinci's Demons sem verið er að klára um þessar mundir. Þá heldur hún til Þýskalands í byrjun desember til að leika í nýrri stuttmynd. „Hún gæti orðið að bíómynd eða sjónvarpsseríu en þetta er mjög spennandi handrit, ungur þýskur leikstjóri og flottir framleiðendur. Þetta er mjög spes pæling, sagan og handritið sjálft, og skemmtilegt, spennandi verkefni. Ég ætla að hoppa í það í nokkra daga áður en ég kem heim um jólin og nota líka tækifærið og hitta góða vini þar úti,“ segir Hera. Hera mun taka þátt í uppákomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi í Iðnó 30. desember klukkan 16.00 og margar öflugar konur koma að. „Þetta er flutningur á ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna sem hún flutti fyrir 127 árum í Reykjavík og er alveg merkilega viðeigandi enn í dag.“ Bíó og sjónvarp Jólafréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta var bara mjög skemmtilegt, þetta er fyrsta jólagamanmyndin sem ég tek þátt í og andrúmsloftið í tökum var mjög létt og líflegt,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona um kvikmyndina Get Santa sem var frumsýnd í London síðastliðinn sunnudag. Hera leikur eitt af hlutverkunum í myndinni, sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jólunum þegar þeir finna jólasveininn sofandi í bílskúrnum sínum. „Þetta var líka algjört hópverkefni, mjög „óegósentrískt“ á alla kanta þar sem markmiðið var augljóslega að gera skemmtilega jólamynd saman. Það getur auðvitað verið mismunandi hvernig stemning myndast í tökum en leikstjórinn Chris Smith skapaði afar skemmtilegt og afslappað andrúmsloft og kom líka leikarahópnum vel saman þannig að við eyddum miklum tíma saman fyrir utan tökur,“ segir Hera. „Nú gerist myndin í London en við tókum mikið upp í Leeds því í myndinni eru alls konar bílaeltingaleikir til dæmis sem einfaldara er að gera þar en í London.“ Hera var geislandi á rauða dreglinum á mánudegi ásamt stjörnum myndarinnar, Warwick Davis, Jim Broadbent, Rafe Spall og hreindýrinu Dasher. En er Warwick Davis jafn leiðinlegur og í þáttunum Life's Too Short, þar sem hann á að leika sjálfan sig? „Ég get ekki sagt það. Það sem ég hef af honum að segja og þekki er bara allt mjög gott. Hann er líka mjög fyndinn í myndinni.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Heru eins og þriðja sería af Da Vinci's Demons sem verið er að klára um þessar mundir. Þá heldur hún til Þýskalands í byrjun desember til að leika í nýrri stuttmynd. „Hún gæti orðið að bíómynd eða sjónvarpsseríu en þetta er mjög spennandi handrit, ungur þýskur leikstjóri og flottir framleiðendur. Þetta er mjög spes pæling, sagan og handritið sjálft, og skemmtilegt, spennandi verkefni. Ég ætla að hoppa í það í nokkra daga áður en ég kem heim um jólin og nota líka tækifærið og hitta góða vini þar úti,“ segir Hera. Hera mun taka þátt í uppákomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi í Iðnó 30. desember klukkan 16.00 og margar öflugar konur koma að. „Þetta er flutningur á ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna sem hún flutti fyrir 127 árum í Reykjavík og er alveg merkilega viðeigandi enn í dag.“
Bíó og sjónvarp Jólafréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira