Hjartveikur maður fastur á kaffistofu Landspítalans Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Guðni Páll Viktorsson leitaði aðstoðar á bráðamóttöku á mánudagskvöld og er nú fastur á spítalanum. Vísir/ Vilhelm Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira