Helena: Getur verið þreytt að vera alltaf ein Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 07:00 Helena Sverrisdóttir var á dögunum kjörin körfuknattleikskona ársins tíunda árið í röð. vísir/Daníel „Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum